Nálin komin í pásu: Fiktað í útsendingarbúnaði Erla Hlynsdóttir skrifar 1. nóvember 2010 10:33 Einar Karl Gunnarsson segir stefgjöldin heldur há en tekur fram að Nálin hafi náð að standa í skilum Mynd: Anton Brink Útvarpsstöðin Nálin sem fór í loftið í sumar hefur verið lögð niður tímabundið. Einar Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri Nálarinnar, segir að fiktað hafi verið í útsendingarbúnaði útvarpsstöðvarinnar með þeim afleiðingum að útsendingar trufluðust. Spurður hvort þetta hafi verið skemmdarverk segir Einar Karl: „Ég myndi ekki nota það orð. Ætli þetta hafi ekki bara verið slys," segir hann. Nálin er í eigu Útvarps Sögu og deila stöðvarnar útsendingarbúnaði, en Einar Karl er sonur Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu. Útsendingar hjá Sögu urðu einnig fyrir truflunum en búnaðurinn hefur nú verið lagaður. Einar Karl segir að hann hafi hins vegar ákveðið að nota tækifæriið til að endurskipulaggja starfsemi Nálarinnar fyrst hvort eð er þurfti að gera hlé á útsendingum. Hann segist stefna að því að útsendingar hefjist að nýju þann 1. desember. Einar Karl vill lítið tjá sig um nákvæmlega hvað var gert við útsendingarbúnaðinn og hefur engan grunaðan um verknaðinn. „Þetta var bara einhver Jón Jónsson úti í bæ," segir hann. Um tvær vikur eru síðan fiktað var í búnaðinum, sem er í Kringlunni 7, en að sögn Einars Karl var þetta í fyrsta og eina skipti sem Nálin og Útvarp Saga verða fyrir slíku. Nálin sérhæfði sig í klassísku rokki en auk þess var þar spilaður djass og blús, auk spjallþátta. Að sögn Einars Karls er Nálin algjörlega fjármögnuð með auglýsingasölu og segir hann að reksturinn hafi borið sig. Eins og aðrar útvarpsstöðvar greiddi Nálin einnig stefgjöld. „Við höfum náð að standa í skilum með þau en það hefur verið tæpt," segir Einar Karl. Hann hefur haft mjög gaman af því að stýra útvarsstöð og segist hafa fengið mjög góð viðbrögð hjá bæði ungum og öldnum. Einar Karl segist því hlakka til að fara aftur í loftið eftir mánuð. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Útvarpsstöðin Nálin sem fór í loftið í sumar hefur verið lögð niður tímabundið. Einar Karl Gunnarsson, dagskrárstjóri Nálarinnar, segir að fiktað hafi verið í útsendingarbúnaði útvarpsstöðvarinnar með þeim afleiðingum að útsendingar trufluðust. Spurður hvort þetta hafi verið skemmdarverk segir Einar Karl: „Ég myndi ekki nota það orð. Ætli þetta hafi ekki bara verið slys," segir hann. Nálin er í eigu Útvarps Sögu og deila stöðvarnar útsendingarbúnaði, en Einar Karl er sonur Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu. Útsendingar hjá Sögu urðu einnig fyrir truflunum en búnaðurinn hefur nú verið lagaður. Einar Karl segir að hann hafi hins vegar ákveðið að nota tækifæriið til að endurskipulaggja starfsemi Nálarinnar fyrst hvort eð er þurfti að gera hlé á útsendingum. Hann segist stefna að því að útsendingar hefjist að nýju þann 1. desember. Einar Karl vill lítið tjá sig um nákvæmlega hvað var gert við útsendingarbúnaðinn og hefur engan grunaðan um verknaðinn. „Þetta var bara einhver Jón Jónsson úti í bæ," segir hann. Um tvær vikur eru síðan fiktað var í búnaðinum, sem er í Kringlunni 7, en að sögn Einars Karl var þetta í fyrsta og eina skipti sem Nálin og Útvarp Saga verða fyrir slíku. Nálin sérhæfði sig í klassísku rokki en auk þess var þar spilaður djass og blús, auk spjallþátta. Að sögn Einars Karls er Nálin algjörlega fjármögnuð með auglýsingasölu og segir hann að reksturinn hafi borið sig. Eins og aðrar útvarpsstöðvar greiddi Nálin einnig stefgjöld. „Við höfum náð að standa í skilum með þau en það hefur verið tæpt," segir Einar Karl. Hann hefur haft mjög gaman af því að stýra útvarsstöð og segist hafa fengið mjög góð viðbrögð hjá bæði ungum og öldnum. Einar Karl segist því hlakka til að fara aftur í loftið eftir mánuð.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira