Innlent

Tveggja ára telpa féll í hver

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slysið varð rétt við hverinn Strokk.
Slysið varð rétt við hverinn Strokk.
Tveggja ára telpa brenndist illa þegar að hún féll ofan í heitan hver við Strokk sem er á svæði Geysis í Haukadal síðdegis í dag.

Foreldrar stúlkunnar, sem eru erlendir ferðamenn, voru með stúlkuna á svæðinu þegar atvikið gerðist. Stúlkan var með alvarleg annars stigs brunasár, aðallega á andliti en líka á bringu og höndum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var læknir staddur á Geysissvæðinu sem hlúði að stúlkunni. Hún var svo flutt með sjúkrabíl á slysadeild en þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×