Hleypur fyrir fjölskyldur sem berjast í bökkum 9. ágúst 2010 13:33 Helena Hólm. Það er vart hægt að bregða sér út úr húsi án þess að rekast á fólk í útihlaupum. Margir af þessum hlaupurum eru að búa sig undir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram 21. ágúst næstkomandi. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að hlauparar hlaupi til styrktar góðu málefni. Þá velja þeir sér góðgerðafélag og safna svo áheitum frá vinum og vandamönnum sem renna óskipt til viðkomandi góðgerðafélags. Vefsíðan hlaupastyrkur.is var opnuð í síðasta mánuði en henni er ætlað að gera áheitasöfnunina einfaldari, aðgengilegri en umfram allt skemmtilegri. Við höfðum uppi á ungri konu, Helenu Hólm, sem er hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu og Stubba lubbar en hún undirbýr sig um þessar mundir fyrir 10 km hlaup til styrktar Einstökum börnum. Við spurðum Helenu um ástæðuna fyrir vali hennar á góðgerðarfélagi og hvernig henni gengur að safna áheitum og undirbúa sig fyrir hlaupið. „Ég á strák sem er einstakur fæddur með klofinn hrygg og kom hann í heiminn þegar ég var 18 ára eða fyrir 28 árum síðan," svarar Helena og heldur áfram: „Þá vorum við hjónin að læra og áttum lítinn sem engan pening. Við bjuggum úti á landi og vorum í Reykjavík á spítala að minnsta kosti hálft ár fyrstu árin hans." „Þá var enginn stuðningur eða félag til sem gat hjálpað okkur og það var oft erfitt fjárhagslega en félagið Einstök börn er einmitt að hjálpa í svona tilvikum. Oft er þörf en nú er nauðsyn því margar fjölskyldur berjast í bökkum fyrir lyfjum uppihaldi og fleira," segir Helena. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég hélt að ég gæti ekki hlaupið en þegar ég var búin að telja mér trú um það fór ég eftir hlaupaprógrammi og setti mér markmið. Ég hljóp á síðasta ári 10 km og þegar ég ákvað núna að vera með ætlaði ég að undirbúa mig betur og láta í leiðinni gott af mér leiða og það hefur hvatt mig í undirbúningnum," segir Helena. „Ég hef safnað áheitum í gegnum vini á Facebook og notað sms. Ég veit að margt lítið gerir eitt stórt eins og þegar ég byrjaði að æfa mig að taka lítil skref í einu í stað þess að ætla mér að taka allt í einu og gefast síðan upp. Þetta er frábært tækifæri til að gera þetta bara skemmtilegt og láta gott af sér leiða," segir Helena spurð hvernig gengur að safna áheitum. Einn liður í því er að gera hlaupurum kleift að útbúa myndband af höfði sínu að hlaupa á öðrum búk. Útkoman er vægast sagt nokkuð skondin. Hlauparar geta valið um mismunandi búka til að festa við hausinn á sér, allt frá vöðvafjalli til kjúklings. Þessi myndbönd hafa vakið stormandi lukku og hleypt lífi í áheitasöfnunina en nokkur þeirra má sjá hér fyrir neðan. Sjá t.d. síðu Helenar á hlaupastyrkur.is hér. Skoða hlaupastyrkur.is. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Það er vart hægt að bregða sér út úr húsi án þess að rekast á fólk í útihlaupum. Margir af þessum hlaupurum eru að búa sig undir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fer fram 21. ágúst næstkomandi. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að hlauparar hlaupi til styrktar góðu málefni. Þá velja þeir sér góðgerðafélag og safna svo áheitum frá vinum og vandamönnum sem renna óskipt til viðkomandi góðgerðafélags. Vefsíðan hlaupastyrkur.is var opnuð í síðasta mánuði en henni er ætlað að gera áheitasöfnunina einfaldari, aðgengilegri en umfram allt skemmtilegri. Við höfðum uppi á ungri konu, Helenu Hólm, sem er hárgreiðslumeistari og eigandi Hárgreiðslustofu Helenu og Stubba lubbar en hún undirbýr sig um þessar mundir fyrir 10 km hlaup til styrktar Einstökum börnum. Við spurðum Helenu um ástæðuna fyrir vali hennar á góðgerðarfélagi og hvernig henni gengur að safna áheitum og undirbúa sig fyrir hlaupið. „Ég á strák sem er einstakur fæddur með klofinn hrygg og kom hann í heiminn þegar ég var 18 ára eða fyrir 28 árum síðan," svarar Helena og heldur áfram: „Þá vorum við hjónin að læra og áttum lítinn sem engan pening. Við bjuggum úti á landi og vorum í Reykjavík á spítala að minnsta kosti hálft ár fyrstu árin hans." „Þá var enginn stuðningur eða félag til sem gat hjálpað okkur og það var oft erfitt fjárhagslega en félagið Einstök börn er einmitt að hjálpa í svona tilvikum. Oft er þörf en nú er nauðsyn því margar fjölskyldur berjast í bökkum fyrir lyfjum uppihaldi og fleira," segir Helena. „Ég byrjaði að hlaupa fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég hélt að ég gæti ekki hlaupið en þegar ég var búin að telja mér trú um það fór ég eftir hlaupaprógrammi og setti mér markmið. Ég hljóp á síðasta ári 10 km og þegar ég ákvað núna að vera með ætlaði ég að undirbúa mig betur og láta í leiðinni gott af mér leiða og það hefur hvatt mig í undirbúningnum," segir Helena. „Ég hef safnað áheitum í gegnum vini á Facebook og notað sms. Ég veit að margt lítið gerir eitt stórt eins og þegar ég byrjaði að æfa mig að taka lítil skref í einu í stað þess að ætla mér að taka allt í einu og gefast síðan upp. Þetta er frábært tækifæri til að gera þetta bara skemmtilegt og láta gott af sér leiða," segir Helena spurð hvernig gengur að safna áheitum. Einn liður í því er að gera hlaupurum kleift að útbúa myndband af höfði sínu að hlaupa á öðrum búk. Útkoman er vægast sagt nokkuð skondin. Hlauparar geta valið um mismunandi búka til að festa við hausinn á sér, allt frá vöðvafjalli til kjúklings. Þessi myndbönd hafa vakið stormandi lukku og hleypt lífi í áheitasöfnunina en nokkur þeirra má sjá hér fyrir neðan. Sjá t.d. síðu Helenar á hlaupastyrkur.is hér. Skoða hlaupastyrkur.is.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira