Erlent

Þjóðverjar senda liðsauka til Afganistans

Óli Tynes skrifar

Þýska þingið hefur samþykkt að senda 850 hermenn til viðbótar til Afganistans. Á fimmta þúsund þýskir hermenn eru fyrir í landinu.

Liðsaukinn á einkum að taka þátt í að þjálfa afganska stjórnarhermenn.

Þjóðverjar hafa lýst von um að geta farið að kalla herlið sitt heim á næsta ári, en hefur ekki sett neina dagsetningu.

Ekki er mikill áhugi á því í Evrópu að halda úti herliði í Afganistan.

Hollenska stjórnin féll í síðustu viku vegna ágreinings um hvort kalla ætti hollenska hermenn heim frá landinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×