Lífið

Allir eru að prjóna á Íslandi

Ólöf Arnalds fer um víðan völl í viðtali við Guardian og segir meðal annars að dæmigerð íslensk tónlist sé til.
Ólöf Arnalds fer um víðan völl í viðtali við Guardian og segir meðal annars að dæmigerð íslensk tónlist sé til.
„Þú getur orðið sköpunarlega löt ef þú hugsar um sjálfa þig sem íslenskan tónlistarmann. Björk og Sigur Rós hafa eytt mörgum árum í að finna sinn stíl en síðan er fyrsta spurningin til þeirra alltaf sú sama: „Er þetta hin dæmigerða íslenska tónlist?" Það er ekkert til sem heitir dæmigerð íslensk tónlist." Þetta er meðal þess sem Ólöf Arnalds segir í viðtali við breska stórblaðið Guardian en viðtalið birtist á fimmtudagskvöldið á vef blaðsins.

Ólöf segist semja tónlist um mannleg samskipti en ekki menningu eða landafærði. „Ég vil ekki sjá hveri í mínum myndböndum né ösku úr eldfjalli," segir Ólöf í viðtalinu. Hún bætir því við að það hafi verið búin til ákveðin glansmynd af Íslandi; að landið sé heimili ofursköpunar og ímyndunaraflsins. Ólöf fer um víðan völl í viðtalinu og segir meðal annars að það sé vandkvæðum bundið að verða opinberber persóna á Íslandi. „Fólkið man hvernig þú varst þegar þú varst tólf ára og þú færð ekki tækifæri til að þróast. Að sýna auðmýkt er sagður vera mikill kostur og því fylgja endalausar umræður um hvort einhver sé alvöru eða bara að rembast."

Ólöf kemur einnig inná meinta hjarðhegðun þjóðarinnnar hvað tískubylgjur varðar. „Fyrir nokkrum árum var aðalmálið að henda öllu gömlu og kaupa allt nýtt. Nú eru allir að gera við gömlu hlutina. Og það eru gjörsamlega allir að prjóna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.