Erlent

Blóðug átök þjóðernishópa

Fjöldi manns safnaðist saman við lík hinna föllnu.
fréttablaðið/AP
Fjöldi manns safnaðist saman við lík hinna föllnu. fréttablaðið/AP
Svo virðist sem árás á kristna menn í þremur þorpum í Jos-héraði í Nígeríu hafi verið hefndaraðgerðir vegna árásar á múslima í sama héraði fyrir nokkrum vikum.

Árásarmenn vopnaðir sveðjum myrtu yfir tvö hundruð manns, þar af fjölmörg börn. Eitt fjögurra daga gamalt barn var í hópi hinna látnu.  Árásirnar á múslima fyrir tæpum tveimur mánuðum kostuðu meira en 300 manns lífið.

Héraðið Jos er miðsvæðis í Nígeríu þar sem fjöldi ólíkra þjóðernishópa býr. Átök milli kristinna og múslima þar hafa oft verið harðvítug. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×