Sterkara Ísland í Evrópukeppninni 3. febrúar 2010 06:00 Jón Karl Helgason skrifar um Evrópumál Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með frammistöðu íslenska landsliðsins í handknattleik í Evrópukeppninni undanfarnar vikur. Lykill að glæsilegum árangri er sterk liðsheild og heilbrigt sjálfstraust. Það hefur líka sitt að segja að velflestir leikmenn landsliðsins hafa leikið með ýmsum bestu félagsliðum álfunnar undanfarin ár. Enginn efast um að litla Ísland eigi á þessum vettvangi fullt erindi í keppni við aðrar og fjölmennari þjóðir. Síðastliðið vor efndi hópur einstaklinga úr ólíkum áttum til undirskriftarsöfnunar undir kjörorðinu „Við erum sammála“, þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var trú okkar, sem að þessu framtaki stóðum, að Ísland ætti erindi í samstarf þeirra 27 Evrópuríkja sem mynda sambandið og tímabært væri að kanna til hlítar þau tækifæri sem í því felast. Aðild okkar að Evrópska efahagssvæðinu var vissulega skref í þessa átt en það má þó líkja stöðu Íslands þar við leikmann sem er hluti af stærri liðsheild en situr alltaf á varamannabekknum þegar kemur að lykilákvörðunum og lagasetningu. Við fögnum því að aðildarumsókn hafi nú verið send til Brussel og teljum brýnt að Ísland nái sem hagstæðustum samningum, auk þess sem fram fari upplýst og skynsamleg umræða hér á landi um kosti og ókosti aðildar. Miklu skiptir að umræðan sé ekki bundin við hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hópa heldur taki mið af heildarhagsmunum samfélagsins og sé mótuð af skýrri framtíðarsýn, þar sem hagur komandi kynslóða sé í fyrirrúmi. Á Þjóðfundi í Laugardalshöll í nóvembermánuði kom saman þverskurður af þjóðinni, eða um 1.500 manns, til að ræða um leiðir okkar til sóknar, nýsköpunar og bjartsýni. Á fundinum var fjallað um helstu grunnstoðir samfélagsins, svo sem fjölskylduna, umhverfið, atvinnulífið, menntun, velferð og stjórnsýslu. Skilgreind voru grundvallargildi á borð við heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Á næstu misserum þarf umræðan um Ísland og Evrópusambandið að snúast um allar þessar grunnstoðir og gildi og taka tillit til þess hvernig sérhver þáttur hefur áhrif á aðra. Við sem stóðum að undirskriftarsöfnuninni á sammála.is höfum ákveðið að halda áfram starfi okkar undir kjörorðinu „Sterkara Ísland“. Hópurinn hefur í þeim tilgangi opnað umræðuvefinn www.sterkaraisland.is og tekið í notkun húsnæði að Skipholti 50a í Reykjavík. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í starfinu fram undan. Við teljum sem fyrr að Ísland eigi að blanda sér í „Evrópukeppnina“, ekki bara sem áhorfandi á bekknum heldur sem fullgildur þátttakandi, þjóð meðal þjóða. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Jón Karl Helgason skrifar um Evrópumál Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með frammistöðu íslenska landsliðsins í handknattleik í Evrópukeppninni undanfarnar vikur. Lykill að glæsilegum árangri er sterk liðsheild og heilbrigt sjálfstraust. Það hefur líka sitt að segja að velflestir leikmenn landsliðsins hafa leikið með ýmsum bestu félagsliðum álfunnar undanfarin ár. Enginn efast um að litla Ísland eigi á þessum vettvangi fullt erindi í keppni við aðrar og fjölmennari þjóðir. Síðastliðið vor efndi hópur einstaklinga úr ólíkum áttum til undirskriftarsöfnunar undir kjörorðinu „Við erum sammála“, þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var trú okkar, sem að þessu framtaki stóðum, að Ísland ætti erindi í samstarf þeirra 27 Evrópuríkja sem mynda sambandið og tímabært væri að kanna til hlítar þau tækifæri sem í því felast. Aðild okkar að Evrópska efahagssvæðinu var vissulega skref í þessa átt en það má þó líkja stöðu Íslands þar við leikmann sem er hluti af stærri liðsheild en situr alltaf á varamannabekknum þegar kemur að lykilákvörðunum og lagasetningu. Við fögnum því að aðildarumsókn hafi nú verið send til Brussel og teljum brýnt að Ísland nái sem hagstæðustum samningum, auk þess sem fram fari upplýst og skynsamleg umræða hér á landi um kosti og ókosti aðildar. Miklu skiptir að umræðan sé ekki bundin við hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hópa heldur taki mið af heildarhagsmunum samfélagsins og sé mótuð af skýrri framtíðarsýn, þar sem hagur komandi kynslóða sé í fyrirrúmi. Á Þjóðfundi í Laugardalshöll í nóvembermánuði kom saman þverskurður af þjóðinni, eða um 1.500 manns, til að ræða um leiðir okkar til sóknar, nýsköpunar og bjartsýni. Á fundinum var fjallað um helstu grunnstoðir samfélagsins, svo sem fjölskylduna, umhverfið, atvinnulífið, menntun, velferð og stjórnsýslu. Skilgreind voru grundvallargildi á borð við heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Á næstu misserum þarf umræðan um Ísland og Evrópusambandið að snúast um allar þessar grunnstoðir og gildi og taka tillit til þess hvernig sérhver þáttur hefur áhrif á aðra. Við sem stóðum að undirskriftarsöfnuninni á sammála.is höfum ákveðið að halda áfram starfi okkar undir kjörorðinu „Sterkara Ísland“. Hópurinn hefur í þeim tilgangi opnað umræðuvefinn www.sterkaraisland.is og tekið í notkun húsnæði að Skipholti 50a í Reykjavík. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í starfinu fram undan. Við teljum sem fyrr að Ísland eigi að blanda sér í „Evrópukeppnina“, ekki bara sem áhorfandi á bekknum heldur sem fullgildur þátttakandi, þjóð meðal þjóða. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun