Sækjum atvinnutækifærin Hannes Friðriksson skrifar 26. febrúar 2010 12:36 Það eru margar hliðar á hverju máli. Og umræðan í kringum einkarekið sjúkrahús á Ásbrú er gott dæmi um það. Fólk er þar ýmist með eða á móti. Fyrst þegar byrjað var að ræða einkarekið sjúkrahús á Ásbrú, var forsenda þess að hægt væri að ráðast í verkefnið sú að Heilbrigðistofnun Suðurnesja leigði út frá sér eina skurðstofu, en jafnframt átti að tryggja að mögulegt yrði að halda hinni skurðstofunni opinni. Sú umræða snérist eingöngu um eina hlið málsins þ.e. kostina, en göllunum var sleppt. Gallinn var sá að það þurfti að losa um nokkur rúm á HSS fyrir þá sjúklinga sem skornir voru. Hugmyndin var því á kostnað þeirra sem nauðsynlega þurftu á legurýmum að halda, sjúkum og öldruðum. Þessvegna var ég á móti hugmyndinni á sínum tíma. Ný hlið á málinu sem nú hefur verið kynnt, finnst mér mun heilbrigðari. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu einkasjúkrahúss á Ásbrú, án þess að íbúar sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda þurfi að víkja. Það hljómar vel, og er í anda þess sem ég tel að einkaframtak eigi að standa fyrir. Að aðrir beri ekki skaða af, þó af stað sé farið. Því styð ég þessa hugmynd að svo miklu leyti sem hún hefur verið kynnt. Rökin sem nú eru notuð gegn framkvæmdinni eru að óásættanlegt sé að ríkið leggi þar til fé til endurbyggingar sjúkrahússins. Forsaga málsins og aðkoma ríkisins að atvinnumálum á Suðurnesjum gleymast alveg. Það var ríkið sem á sínum tíma seldi hlut sinn í HS, og sagði jafnframt á sama tíma að hluti þeirrar peninga skyldi á ný renna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Lítið hefur sést til þeirra. Nú er tækifærið til að skila hluta þess fjár til baka. Og skapa hér á Suðurnesjum nokkurn fjölda starfa sem nú er mikil þörf á. Sú hugmynd sem nú er komin fram er góð, en á eftir að þróa áfram. Ganga þarf frá lausum endum sem enn eru óhnýttir og á hvern hátt ríkið geti komið að verkefninu. Verði þessi góða hugmynd að veruleika með öllum endum hnýttum þá er hér um að ræða mjög gott tækifæri. Verkefni sem getur skilað bæði ríki og bæ umtalsverðum tekjum til framtíðar. Þegar slík verkefni koma upp á borðið verða menn að skoða allar hliðar málsins. Komi það í ljós að kostirnir eru umtalsverðir og til hagsbóta fyrir alla aðila er mikilvægt að mynda breiða samstöðu um verkefnið. Þá er mikilvægt að þær upplýsingar sem sendar eru út byggi á því sem er. En ekki því sem menn vildu, eða eru heppilegastar fyrir einstaka aðila verkefnisins. Eingöngu þannig næst góð samstaða. Við skulum standa saman um þetta verkefni. Kjarninn er sá að með þessu er ekki verið að hverfa frá því grundvallarprinsippi jafnaðarmanna að ekki skuli byggt upp tvöfalt heilbrigðiskerfi fyrir almenning með öllum þeim efnalega mismun og óréttlæti sem því fylgir. Hér er fyrst og fremst um að ræða arðbæra fjárfestingu sem mun skila hundruðum starfa inn á svæðið og miklum tekjum fyrir samfélagið. Þá er þetta skref í þá átt að koma fyrrum eignum varnarliðsins í not okkur öllum til heilla. Með því að skapa fjölda nýrra starfa fyrir fólk með fjölbreytta menntun er stórum áfanga náð til að efla nýjan grunn undir atvinnulíf Suðurnesja. Sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun sem byggir á því að lækna útlenda sjúklinga með sérhæfðri skurðþjónustu er jákvætt innlegg í fjölbreytta atvinnusköpun í Ásbrú. Þannig þættum við saman orkunýtingu sem fylgir gagnaveri og virkjun mannauðs og menntunar með háskólastarfsemi og heilbrigðisþjónustu. Samstaða og samvinna um stór umbótamál fleyta okkur fyrr en nokkuð annað út úr samdrætti og atvinnuleysi. Lokum þrætubókinni þegar þess er nokkur kostur og vinnum saman að uppbyggingu á öflugu samfélagi til framtíðar fyrir okkur og afkomendur okkar. Hannes Friðriksson. Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það eru margar hliðar á hverju máli. Og umræðan í kringum einkarekið sjúkrahús á Ásbrú er gott dæmi um það. Fólk er þar ýmist með eða á móti. Fyrst þegar byrjað var að ræða einkarekið sjúkrahús á Ásbrú, var forsenda þess að hægt væri að ráðast í verkefnið sú að Heilbrigðistofnun Suðurnesja leigði út frá sér eina skurðstofu, en jafnframt átti að tryggja að mögulegt yrði að halda hinni skurðstofunni opinni. Sú umræða snérist eingöngu um eina hlið málsins þ.e. kostina, en göllunum var sleppt. Gallinn var sá að það þurfti að losa um nokkur rúm á HSS fyrir þá sjúklinga sem skornir voru. Hugmyndin var því á kostnað þeirra sem nauðsynlega þurftu á legurýmum að halda, sjúkum og öldruðum. Þessvegna var ég á móti hugmyndinni á sínum tíma. Ný hlið á málinu sem nú hefur verið kynnt, finnst mér mun heilbrigðari. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu einkasjúkrahúss á Ásbrú, án þess að íbúar sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda þurfi að víkja. Það hljómar vel, og er í anda þess sem ég tel að einkaframtak eigi að standa fyrir. Að aðrir beri ekki skaða af, þó af stað sé farið. Því styð ég þessa hugmynd að svo miklu leyti sem hún hefur verið kynnt. Rökin sem nú eru notuð gegn framkvæmdinni eru að óásættanlegt sé að ríkið leggi þar til fé til endurbyggingar sjúkrahússins. Forsaga málsins og aðkoma ríkisins að atvinnumálum á Suðurnesjum gleymast alveg. Það var ríkið sem á sínum tíma seldi hlut sinn í HS, og sagði jafnframt á sama tíma að hluti þeirrar peninga skyldi á ný renna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Lítið hefur sést til þeirra. Nú er tækifærið til að skila hluta þess fjár til baka. Og skapa hér á Suðurnesjum nokkurn fjölda starfa sem nú er mikil þörf á. Sú hugmynd sem nú er komin fram er góð, en á eftir að þróa áfram. Ganga þarf frá lausum endum sem enn eru óhnýttir og á hvern hátt ríkið geti komið að verkefninu. Verði þessi góða hugmynd að veruleika með öllum endum hnýttum þá er hér um að ræða mjög gott tækifæri. Verkefni sem getur skilað bæði ríki og bæ umtalsverðum tekjum til framtíðar. Þegar slík verkefni koma upp á borðið verða menn að skoða allar hliðar málsins. Komi það í ljós að kostirnir eru umtalsverðir og til hagsbóta fyrir alla aðila er mikilvægt að mynda breiða samstöðu um verkefnið. Þá er mikilvægt að þær upplýsingar sem sendar eru út byggi á því sem er. En ekki því sem menn vildu, eða eru heppilegastar fyrir einstaka aðila verkefnisins. Eingöngu þannig næst góð samstaða. Við skulum standa saman um þetta verkefni. Kjarninn er sá að með þessu er ekki verið að hverfa frá því grundvallarprinsippi jafnaðarmanna að ekki skuli byggt upp tvöfalt heilbrigðiskerfi fyrir almenning með öllum þeim efnalega mismun og óréttlæti sem því fylgir. Hér er fyrst og fremst um að ræða arðbæra fjárfestingu sem mun skila hundruðum starfa inn á svæðið og miklum tekjum fyrir samfélagið. Þá er þetta skref í þá átt að koma fyrrum eignum varnarliðsins í not okkur öllum til heilla. Með því að skapa fjölda nýrra starfa fyrir fólk með fjölbreytta menntun er stórum áfanga náð til að efla nýjan grunn undir atvinnulíf Suðurnesja. Sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun sem byggir á því að lækna útlenda sjúklinga með sérhæfðri skurðþjónustu er jákvætt innlegg í fjölbreytta atvinnusköpun í Ásbrú. Þannig þættum við saman orkunýtingu sem fylgir gagnaveri og virkjun mannauðs og menntunar með háskólastarfsemi og heilbrigðisþjónustu. Samstaða og samvinna um stór umbótamál fleyta okkur fyrr en nokkuð annað út úr samdrætti og atvinnuleysi. Lokum þrætubókinni þegar þess er nokkur kostur og vinnum saman að uppbyggingu á öflugu samfélagi til framtíðar fyrir okkur og afkomendur okkar. Hannes Friðriksson. Reykjanesbæ
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun