Veðurguð sem Buddy Holly 22. júní 2010 15:30 Jón Ólafsson er tónlistarstjóri á uppsetningu söngleikjarins Buddy Holly í nýuppgerðum Austurbæ. Verið er að undirbúa uppsetningu á söngleik um hinn vinsæla söngvara Buddy Holly í nýuppgerðum Austurbæ. Jón Ólafsson er tónlistastjóri og Gunnar Helgason mun leikstýra verkinu. Búið er að ráða í aðalhlutverkið en Ingólfur Þórarinsson poppstjarna og fótboltkappi mun bregða sér í hlutverk Buddy Holly. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann leggur leiklistina fyrir sig en Ingólfur fór með hlutverk í íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Réttur í fyrra. Jón segir hlæjandi að þeir hafi heillast af sjarma Ingólfs í Iceland Express auglýsingunni. „Ingó var frábær í þeim auglýsingum og sýndi geysilega góða takta. Svo hefur hann oft látið hafa það eftir sér í viðtölum að hann vilji leggja leiklistina fyrir sig," segir Jón en þeir hafi fulla trú að veðurguðinum. „Við þurftum að fá einhvern sem var fyrst og fremst góður tónlistamaður, sem Ingó er. Hlutverkinu fylgir að vera með gítarinn og vera sönglandi nánast allan tímann. Ég held við hefðum ekki fundið einhvern með báða þessa kosti í leikarageiranum." Jón segir að Ingólfur sé hógvær og viljugur til að læra."Hann gengur inn í þetta með opnum huga og ég er viss um að hann tækli þetta vel. Svo er hann líka bara svo góður drengur." Aðstandendur sýningarinnar eru að leita að óþekktum sem þekktum andlitunum til að leika við hlið Ingó í söngleiknum en haldnar verða opnar prufur þann 27.júní næstkomandi. „Það er alltaf gaman að finna ný andlit í bransann en svo er áætluð frumsýning í byrjun október þegar öll atvinnuleikhúsin er á fullu. Þetta verður því blanda af atvinnumönnum og áhugamönnum sem bera upp sýninguna." Þeir eru meðal annars að leita að tveimur þeldökkum söngvurunum í sýninguna. „Ég vona að við finnum tvo góða en ef ekki þá gerum það sama og við Baltasar Kormákur gerðum í uppsetningu á Hárinu þegar við sminkuðu Ingvar Sigurðsson alveg dökkann. Það er b-planið." -áp Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Verið er að undirbúa uppsetningu á söngleik um hinn vinsæla söngvara Buddy Holly í nýuppgerðum Austurbæ. Jón Ólafsson er tónlistastjóri og Gunnar Helgason mun leikstýra verkinu. Búið er að ráða í aðalhlutverkið en Ingólfur Þórarinsson poppstjarna og fótboltkappi mun bregða sér í hlutverk Buddy Holly. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann leggur leiklistina fyrir sig en Ingólfur fór með hlutverk í íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Réttur í fyrra. Jón segir hlæjandi að þeir hafi heillast af sjarma Ingólfs í Iceland Express auglýsingunni. „Ingó var frábær í þeim auglýsingum og sýndi geysilega góða takta. Svo hefur hann oft látið hafa það eftir sér í viðtölum að hann vilji leggja leiklistina fyrir sig," segir Jón en þeir hafi fulla trú að veðurguðinum. „Við þurftum að fá einhvern sem var fyrst og fremst góður tónlistamaður, sem Ingó er. Hlutverkinu fylgir að vera með gítarinn og vera sönglandi nánast allan tímann. Ég held við hefðum ekki fundið einhvern með báða þessa kosti í leikarageiranum." Jón segir að Ingólfur sé hógvær og viljugur til að læra."Hann gengur inn í þetta með opnum huga og ég er viss um að hann tækli þetta vel. Svo er hann líka bara svo góður drengur." Aðstandendur sýningarinnar eru að leita að óþekktum sem þekktum andlitunum til að leika við hlið Ingó í söngleiknum en haldnar verða opnar prufur þann 27.júní næstkomandi. „Það er alltaf gaman að finna ný andlit í bransann en svo er áætluð frumsýning í byrjun október þegar öll atvinnuleikhúsin er á fullu. Þetta verður því blanda af atvinnumönnum og áhugamönnum sem bera upp sýninguna." Þeir eru meðal annars að leita að tveimur þeldökkum söngvurunum í sýninguna. „Ég vona að við finnum tvo góða en ef ekki þá gerum það sama og við Baltasar Kormákur gerðum í uppsetningu á Hárinu þegar við sminkuðu Ingvar Sigurðsson alveg dökkann. Það er b-planið." -áp
Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira