Erlent

Húsleit hjá kaþólsku kirkjunni í Belgíu

Belgíska lögreglan rannsakar nú ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar.
Belgíska lögreglan rannsakar nú ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar. Mynd/AP

Belgíska lögreglan framkvæmdi í dag húsleit í höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar þar í landi en lögreglan rannsakar nú ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar. Saksóknari í Brussel staðfesti að höll erkibiskupsins í borginni hafi verið innsigluð en auk þess var leitað á heimili fyrrverandi erkibiskups landsins.

Belgía er eitt þeirra landa þar sem fjölmargar ásakanir hafa verið lagaðir fram á hendur kaþólskum prestum á undanförnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×