Lífið

Miri fagnar nýrri plötu

Hljómsveitin Miri heldur útgáfutónleika í kvöld.
Hljómsveitin Miri heldur útgáfutónleika í kvöld.
Hljómsveitin Miri heldur útgáfutónleika í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði í kvöld í tilefni af plötu sinni Okkar sem kom út í júní. Ásamt Miri koma hljómsveitirnar Sudden Weather Change og hin seyðfirska Broken Sound fram á tónleikunum. Unnsteinn úr Retro Stefson þeytir skífum að þeim loknum. Platan Okkar var unnin í samstarfi við upptökustjórann Curver Thoroddsen og er hún prýdd ýmsum gestaleikurum. Aðrir útgáfutónleikar verða haldnir í Reykjavík 28. ágúst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.