Lífið

Tískustraumar innantómir og tilgangslausir

Calvin Klein. MYND/Cover Media.
Calvin Klein. MYND/Cover Media.

Tískumógúllinn Calvin Klein heldur því fram að að tiskutrend svokölluð, eða tíska sem markar stefnu, eru algjörlega innantóm og tilgangslaus.

Calvin segir að fólk sé allt of upptekið af innantómri tískustefnu í stað þess að klæða líkama sinn eins og fer honum best hverju sinni.

Leikarinn Mark Wahlberg.

„Af því að ég er ekki tengdur tískuheiminum lengur er ég svo feginn að vera ekki endalaust að spá í tískustraumum því þeir eru innantómir og tilgangslausir hvort eð er," sagði Calvin.

„Um leið og þú sérð eitthvað nýtt sem fólk klæðist er það ekki lengur í tísku."

„Ég tengist ekki Calvin Klein fyrirtækinu lengur. Ég seldi það. Ég hef ekkert með það að gera og hef því enga skoðun á framleiðslu þess," sagði hann jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.