Krossfarar nútímans 6. janúar 2010 06:00 Á tímum krossferðanna fóru allflestir með órólegt blóð í æðum suður í lönd og það var friður fyrir hina heima á meðan. En nú er öldin önnur. Krossferðirnar eru löngu liðnar en eftir stendur að í samfélögum er viss hópur fólks sem er sífellt í einskonar „krossferðum". Logandi af áhuga, talar það á fundum fram á nætur og lætur til sín taka í hvers kyns uppákomum.Þannig eyðir „krossfaratýpan" ævinni í ævintýri sem óhjákvæmilega hafa áhrif á líf þeirra sem í kring eru. Hinn ákaflyndi krossfari sést ekki fyrir - allir eiga að vera með. Hinir hörðustu hafa einkunnarorðin: Þeir sem ekki eru með mér eru á móti mér. Það hefur verið gósentíð fyrir fólk af þessu tagi síðan bankahrunið varð. Jarðvegur fyrir endalausa fundi, tækifæri til að tala í gjallarhorn og verða mikilvægari dag frá degi, safna undirskriftum, fara í kröfugöngur, kveikja á blysum. Sumir lifa sig svo inn í rétttrúnaðarhlutverkið að fátt sýnist skorta utan brynjur og krossmark. Í kringum þessa tegund af fólki safnast svo aðrar manngerðir - þeir síóánægðu, þeir sem vilja „snapa fæting", áhrifagjarnar sálir, ævintýrafólk - og ekki má gleyma hinum alvörugefnu sem eilíflega reyna að bjarga heiminum. Margt hefur gerst í sögunni fyrir tilverknað krossfara. En því miður er framsýni krossfaranna og áhangenda þeirra sjaldnast í sama hlutfalli og hreyfiafl þeirra. Ekki er að ófyrirsynju talað um að kapp sé best með forsjá. Hættan við krossfaranna er að þeir vilja viðhalda óvissuástandi til að þjóna lund sinni - ekki eyða því. Þetta getur orðið háskalegt á viðsjárverðum tímum, ekki síst ef „krossfarar" eru nýttir af kaldhömruðum og valdasjúkum mönnum til þess að þeir nái að svala metnaði sínum.Lífið er satt að segja slík alsherjar óvissuferð að varla er handstýrðum aðgerðum þar á bætandi. Höfundur er rithöfundur og blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Á tímum krossferðanna fóru allflestir með órólegt blóð í æðum suður í lönd og það var friður fyrir hina heima á meðan. En nú er öldin önnur. Krossferðirnar eru löngu liðnar en eftir stendur að í samfélögum er viss hópur fólks sem er sífellt í einskonar „krossferðum". Logandi af áhuga, talar það á fundum fram á nætur og lætur til sín taka í hvers kyns uppákomum.Þannig eyðir „krossfaratýpan" ævinni í ævintýri sem óhjákvæmilega hafa áhrif á líf þeirra sem í kring eru. Hinn ákaflyndi krossfari sést ekki fyrir - allir eiga að vera með. Hinir hörðustu hafa einkunnarorðin: Þeir sem ekki eru með mér eru á móti mér. Það hefur verið gósentíð fyrir fólk af þessu tagi síðan bankahrunið varð. Jarðvegur fyrir endalausa fundi, tækifæri til að tala í gjallarhorn og verða mikilvægari dag frá degi, safna undirskriftum, fara í kröfugöngur, kveikja á blysum. Sumir lifa sig svo inn í rétttrúnaðarhlutverkið að fátt sýnist skorta utan brynjur og krossmark. Í kringum þessa tegund af fólki safnast svo aðrar manngerðir - þeir síóánægðu, þeir sem vilja „snapa fæting", áhrifagjarnar sálir, ævintýrafólk - og ekki má gleyma hinum alvörugefnu sem eilíflega reyna að bjarga heiminum. Margt hefur gerst í sögunni fyrir tilverknað krossfara. En því miður er framsýni krossfaranna og áhangenda þeirra sjaldnast í sama hlutfalli og hreyfiafl þeirra. Ekki er að ófyrirsynju talað um að kapp sé best með forsjá. Hættan við krossfaranna er að þeir vilja viðhalda óvissuástandi til að þjóna lund sinni - ekki eyða því. Þetta getur orðið háskalegt á viðsjárverðum tímum, ekki síst ef „krossfarar" eru nýttir af kaldhömruðum og valdasjúkum mönnum til þess að þeir nái að svala metnaði sínum.Lífið er satt að segja slík alsherjar óvissuferð að varla er handstýrðum aðgerðum þar á bætandi. Höfundur er rithöfundur og blaðamaður.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar