Lífið

Hollywood drap hjónabandið

Kate Winslet. MYND/Cover Meida
Kate Winslet. MYND/Cover Meida

Leikkonan Kate Winslet, sem skildi við leikstjórann Sam Mendes í mars síðastliðnum eftir rúmlega sjö ára hjónaband, hefur verið vinkona leikarans Leonardo DiCaprio síðan þau léku saman í kvikmyndinni Titanic árið 1996.

Leonardo lét hafa eftir sér í Reveal tímaritinu, að Kate hafi gjörsamlega misst stjórn á skapi sínu í miðri kynlífstöku við upptökur á kvikmyndinni Revolutionary Road sem þau léku saman í.

Kate Winslet og Leonardo DiCaprio. MYND/Cover Media

Á tökustað hafði Kate að sögn Leonardo miklar áhyggjur af þeirri staðreynd að Sam, eiginmaður hennar, kippti sér ekkert upp við ástarleik hennar og Leonardo.

„Sam lét sig litlu varða að það var eiginkona hans sem var í sjóðheitu ástaratriði með öðrum karlmanni, sem í þessu tilfelli var ég," sagði Leonardo í umræddu viðtali.

„Þegar Sam byrjaði að útskýra fyrir Kate nákvæmlega hvernig hún átti að elskast með mér varð hún óróleg. Hún átti að sýna mér, góðum vini, sjóðheit ástaratlot á meðan hann, eiginmaður hennar, myndaði atriðið. Það fór ekki í taugarnar á mér því þetta var hluti af því að leika í myndinni," sagði Leonardo.

Leonardo segir Hollywood vera ástæðuna fyrir skilnaðinum og að Kate vilji fátt annað en að vera eiginkona í farsælu hjónabandi.

„Sumum hentar mjög vel að vera í hjónabandi og það á við Kate. En að vinna í Hollywood sem farsæll leikari er sama sem dauði fyrir hjónabandið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.