Erlent

Mannskæðar árásir í Pakistan

Frá flóttamannabúðum í grennd við norðvesturhluta Pakistan í dag. Mynd/AP
Frá flóttamannabúðum í grennd við norðvesturhluta Pakistan í dag. Mynd/AP
Að minnsta kosti 40 eru látnir og 60 eru særðir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í flóttamannabúðum í Pakistan í dag. Tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili í búðunum sem eru í grennd við borgina Kohat í norðvesturhluta landsins.

Fjölmargir íbúar á svæðinu hafa þurft að flýja heimili sín eftir að átök talibana og pakistanska hersins hófust af miklum krafti á síðasta ári. Þeir hafa við í flóttamannabúðum eins og þessum í Kohat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×