Erlent

Paris Hilton laus allra mála

Paris Hilton er laus úr haldi.
Paris Hilton er laus úr haldi. Mynd/AP
Hótelerfinginn Paris Hilton er laus allra mála eftir að lögreglan í Suður-Afríku ákvað að ákæra hana ekki fyrir vörslu fíkniefna.

Paris er nú stödd í Suður Afríku til að fylgjast með úrslitakeppninni á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Hún var á leik Hollands og Brasilíu í gær þegar lögreglan fylgdi henni og vinkonu hennar af Nelson Mandela vellinum í Port Elizabeth eftir að maríúana fannst í fórum þeirra.

Paris og vinkona hennar, Jennifer Rovero, sátu í fangelsi í nokkrar klukkustundir vegna málsins. Paris er sögð hafa verið róleg þegar hún fyrir dómara. Henni var sleppt úr haldi eftir að Jennifer játaði og sagðist eiga efnin. Jennifer þarf að öllum líkindum að borga sekt.




Tengdar fréttir

Stjörnuskandall á HM: Paris Hilton handtekin fyrir að reykja gras

Lögreglan í Suður Afríku er sögð hafa handtekið Paris Hilton fyrir að reykja maríúana eða gras. Paris Hilton er nú stödd í Suður Afríku til að horfa á úrslitakeppnina í HM í fótbolta. Hún var á leik Hollands og Brasilíu þegar lögreglan fylgdi henni út af Nelson Mandela vellinum í Port Elizabeth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×