„Margur heldur mig sig“ – skrif Þorsteins Pálssonar Kristinn Dagur Gissurarson skrifar 22. desember 2010 05:30 Þorsteinn Pálsson fjallar um nýjustu atburði á Alþingi af kögunarhóli sínum þann 18. desember 2010 í Fréttablaðinu. Þar veltir hann, meðal annars, fyrir sér hversu veik stjórnin sé orðin eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Og í framhaldinu að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi aldrei útilokað „að taka Framsóknarflokkinn upp í". Taka flokkinn með í ríkisstjórn. Þorsteinn heldur því fram að framsóknarmenn verði tilbúnir að samþykkja Icesave umhugsunarlaust ef ráðherrastólar eru í boði. Hvers konar skrif eru þetta af hálfu Þorsteins! Að gera framsóknarmönnum það upp að þeir séu tilbúnir að selja sálu sína fyrir stóla er forkastanlegt og í raun argasti dónaskapur af Þorsteins hálfu. Það getur vel verið að Þorsteinn hafi ástundað slík vinnubrögð þegar hann var í stjórnmálum og raunar líklegt, ef miðað er við þessi skrif hans. Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem harðast hefur barist á móti þeim afarkostum sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur boðið íslenskri þjóð í tvígang, með fyrri Icesave-samningum. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur ásamt öðrum ítrekað bent á að engin lagaleg skylda er fyrir þeim greiðslum sem Bretar og Hollendingar fara fram á. Hitt er svo annað mál hvort það þjónar heildarhagsmunum þjóðarinnar að samþykkja nýjasta Icesave-samkomulagið. Ýmis rök mæla með því. Samningurinn er umtalsvert betri en síðasti samningur, sem þjóðin hafnaði á eftirminnilegan hátt. Þessi samningur er unninn af fagmennsku og alls ólíkur fyrri samningum sem báru vott um undirlægjuhátt, sérstaklega Samfylkingarinnar, gagnvart Evrópusambandsríkjunum Bretlandi og Hollandi. Kratarnir innan Samfylkingarinnar vildu, og vilja, allt til vinna til þess að ná samningum svo þeir gætu sem fyrst komist undir handarjaðar Evrópusambandsins. Allt var til vinnandi, jafnvel að setja á þjóðina alvarlegan skuldaklafa til framtíðar. Ég treysti þingmönnum Framsóknarflokksins vel til þess að fara ítarlega yfir þann Icesave-samning sem nú liggur fyrir og greiða síðan atkvæði um hann eftir málefnalega umræðu. Sú aðdróttun af hálfu Þorsteins Pálssonar að forysta og þingmenn flokksins séu tilbúnir að samþykkja samninginn fyrir ráðherrastóla er ámælisverð og honum til álitshnekkis. En stundum kemur það fyrir að menn falla í þá gryfju að halda að aðrir hugsi eins og þeir, samanber máltækið „margur heldur mig sig". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson fjallar um nýjustu atburði á Alþingi af kögunarhóli sínum þann 18. desember 2010 í Fréttablaðinu. Þar veltir hann, meðal annars, fyrir sér hversu veik stjórnin sé orðin eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Og í framhaldinu að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi aldrei útilokað „að taka Framsóknarflokkinn upp í". Taka flokkinn með í ríkisstjórn. Þorsteinn heldur því fram að framsóknarmenn verði tilbúnir að samþykkja Icesave umhugsunarlaust ef ráðherrastólar eru í boði. Hvers konar skrif eru þetta af hálfu Þorsteins! Að gera framsóknarmönnum það upp að þeir séu tilbúnir að selja sálu sína fyrir stóla er forkastanlegt og í raun argasti dónaskapur af Þorsteins hálfu. Það getur vel verið að Þorsteinn hafi ástundað slík vinnubrögð þegar hann var í stjórnmálum og raunar líklegt, ef miðað er við þessi skrif hans. Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem harðast hefur barist á móti þeim afarkostum sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur boðið íslenskri þjóð í tvígang, með fyrri Icesave-samningum. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur ásamt öðrum ítrekað bent á að engin lagaleg skylda er fyrir þeim greiðslum sem Bretar og Hollendingar fara fram á. Hitt er svo annað mál hvort það þjónar heildarhagsmunum þjóðarinnar að samþykkja nýjasta Icesave-samkomulagið. Ýmis rök mæla með því. Samningurinn er umtalsvert betri en síðasti samningur, sem þjóðin hafnaði á eftirminnilegan hátt. Þessi samningur er unninn af fagmennsku og alls ólíkur fyrri samningum sem báru vott um undirlægjuhátt, sérstaklega Samfylkingarinnar, gagnvart Evrópusambandsríkjunum Bretlandi og Hollandi. Kratarnir innan Samfylkingarinnar vildu, og vilja, allt til vinna til þess að ná samningum svo þeir gætu sem fyrst komist undir handarjaðar Evrópusambandsins. Allt var til vinnandi, jafnvel að setja á þjóðina alvarlegan skuldaklafa til framtíðar. Ég treysti þingmönnum Framsóknarflokksins vel til þess að fara ítarlega yfir þann Icesave-samning sem nú liggur fyrir og greiða síðan atkvæði um hann eftir málefnalega umræðu. Sú aðdróttun af hálfu Þorsteins Pálssonar að forysta og þingmenn flokksins séu tilbúnir að samþykkja samninginn fyrir ráðherrastóla er ámælisverð og honum til álitshnekkis. En stundum kemur það fyrir að menn falla í þá gryfju að halda að aðrir hugsi eins og þeir, samanber máltækið „margur heldur mig sig".
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar