Þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu í Gauragangi 28. júní 2010 18:00 ung og efnileg Alexander og Hildur túlka stormasamt samband uppreisnarseggsins Orms og snobbpíunnar Lindu í kvikmyndinni Gauragangur.fréttablaðið/vilhelm Hin 21 árs gamla Hildur Berglind og hinn tvítugi Alexander Briem fara með hlutverk Lindu og Orms í væntanlegri kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar byggða á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hildur er Hafnfirðingur og hóf nýlega nám í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Hún segist ekki vera lík Lindu, sem eins og flestir vita var ekki gerð til að búa í blokk, heldur færi betur í höll með þjón. „Ég er svolítið grófari,“ segir Linda og hlær. Leiklistaráhugi Lindu kviknaði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en þar tók hún meðal annars þátt í uppfærslu nemendafélagsins á Chicago. Hún er ekki úr leikarafjölskyldu þannig að áhuginn virðist að mestu sjálfsprottinn. „Verkefnið leggst vel í mig. Þetta er mjög spennandi,“ segir hún og bætir við að hún hlakki til að vinna með fólkinu á bakvið myndina – sérstaklega Gunnari leikstjóra. Hann leikstýrði Astrópíu, sem naut gríðarlega vinsælda og leikstýrði einnig vel heppnuðu áramótaskaupi síðasta árs. Alexander Briem segir uppreisnarsegginn Orm Óðinsson líkjast sér að einhverju leyti. „Ég sá mig svolítið fyrir mér í Ormi þegar ég las bókina á sínum tíma,“ segir hann. „Þannig að það er svolítið skondið að vera að fara að leika hann núna, tíu árum síðar.“ Ungur að árum tók Alexander þátt í tveimur sýningum í Þjóðleikhúsinu. Hann útskrifaðist af leiklistarbraut kvikmyndaskóla Íslands vor og söng í hljómsveitinni Soundspell sem gaf út plötuna An Ode to the Umbrella fyrir þremur árum. Hann þvertekur fyrir að vera stressaður fyrir hlutverkið og segist hlakka mikið til. „Ég tók meðvitaða ákvörðun um að fara ekki á leikritið,“ segir Alexander, en Borgarleikhúsið sýnir verkið um þessar mundir. „Ég er algjörlega að vinna þetta útfrá mínum eigin forsendum og hugmyndum um hann.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
Hin 21 árs gamla Hildur Berglind og hinn tvítugi Alexander Briem fara með hlutverk Lindu og Orms í væntanlegri kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar byggða á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hildur er Hafnfirðingur og hóf nýlega nám í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Hún segist ekki vera lík Lindu, sem eins og flestir vita var ekki gerð til að búa í blokk, heldur færi betur í höll með þjón. „Ég er svolítið grófari,“ segir Linda og hlær. Leiklistaráhugi Lindu kviknaði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en þar tók hún meðal annars þátt í uppfærslu nemendafélagsins á Chicago. Hún er ekki úr leikarafjölskyldu þannig að áhuginn virðist að mestu sjálfsprottinn. „Verkefnið leggst vel í mig. Þetta er mjög spennandi,“ segir hún og bætir við að hún hlakki til að vinna með fólkinu á bakvið myndina – sérstaklega Gunnari leikstjóra. Hann leikstýrði Astrópíu, sem naut gríðarlega vinsælda og leikstýrði einnig vel heppnuðu áramótaskaupi síðasta árs. Alexander Briem segir uppreisnarsegginn Orm Óðinsson líkjast sér að einhverju leyti. „Ég sá mig svolítið fyrir mér í Ormi þegar ég las bókina á sínum tíma,“ segir hann. „Þannig að það er svolítið skondið að vera að fara að leika hann núna, tíu árum síðar.“ Ungur að árum tók Alexander þátt í tveimur sýningum í Þjóðleikhúsinu. Hann útskrifaðist af leiklistarbraut kvikmyndaskóla Íslands vor og söng í hljómsveitinni Soundspell sem gaf út plötuna An Ode to the Umbrella fyrir þremur árum. Hann þvertekur fyrir að vera stressaður fyrir hlutverkið og segist hlakka mikið til. „Ég tók meðvitaða ákvörðun um að fara ekki á leikritið,“ segir Alexander, en Borgarleikhúsið sýnir verkið um þessar mundir. „Ég er algjörlega að vinna þetta útfrá mínum eigin forsendum og hugmyndum um hann.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira