Lífið

Þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu í Gauragangi

ung og efnileg Alexander og Hildur túlka stormasamt samband uppreisnarseggsins Orms og snobbpíunnar Lindu í kvikmyndinni Gauragangur.fréttablaðið/vilhelm
ung og efnileg Alexander og Hildur túlka stormasamt samband uppreisnarseggsins Orms og snobbpíunnar Lindu í kvikmyndinni Gauragangur.fréttablaðið/vilhelm

Hin 21 árs gamla Hildur Berglind og hinn tvítugi Alexander Briem fara með hlutverk Lindu og Orms í væntanlegri kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar byggða á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson.

Hildur er Hafnfirðingur og hóf nýlega nám í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Hún segist ekki vera lík Lindu, sem eins og flestir vita var ekki gerð til að búa í blokk, heldur færi betur í höll með þjón. „Ég er svolítið grófari,“ segir Linda og hlær.

Leiklistaráhugi Lindu kviknaði í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, en þar tók hún meðal annars þátt í uppfærslu nemendafélagsins á Chicago. Hún er ekki úr leikarafjölskyldu þannig að áhuginn virðist að mestu sjálfsprottinn. „Verkefnið leggst vel í mig. Þetta er mjög spennandi,“ segir hún og bætir við að hún hlakki til að vinna með fólkinu á bakvið myndina – sérstaklega Gunnari leikstjóra. Hann leikstýrði Astrópíu, sem naut gríðarlega vinsælda og leikstýrði einnig vel heppnuðu áramótaskaupi síðasta árs.

Alexander Briem segir uppreisnarsegginn Orm Óðinsson líkjast sér að einhverju leyti. „Ég sá mig svolítið fyrir mér í Ormi þegar ég las bókina á sínum tíma,“ segir hann. „Þannig að það er svolítið skondið að vera að fara að leika hann núna, tíu árum síðar.“

Ungur að árum tók Alexander þátt í tveimur sýningum í Þjóðleikhúsinu. Hann útskrifaðist af leiklistarbraut kvikmyndaskóla Íslands vor og söng í hljómsveitinni Soundspell sem gaf út plötuna An Ode to the Umbrella fyrir þremur árum. Hann þvertekur fyrir að vera stressaður fyrir hlutverkið og segist hlakka mikið til. „Ég tók meðvitaða ákvörðun um að fara ekki á leikritið,“ segir Alexander, en Borgarleikhúsið sýnir verkið um þessar mundir. „Ég er algjörlega að vinna þetta útfrá mínum eigin forsendum og hugmyndum um hann.“

atlifannar@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.