Erlent

Biðjast afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Minnismerki um ódæðin á Balkanskaga. Mynd/ AFP.
Minnismerki um ódæðin á Balkanskaga. Mynd/ AFP.
Serbneska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem beðist er afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica fyrir fimmtán árum síðan. Í ályktuninni segir að Serbar hefðu átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem urðu. Um átta þúsund múslimar í Bosníu voru myrtir í árásunum en árásarmennirnir voru bandamenn Slobodans Milesovic, sem þá var forseti Serbíu. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta eftir 13 tíma umræður í serbneska þinginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×