Erlent

Óvíst um afdrif námumanna

Ættingjar syrgja
Viku gæti tekið að komast til hinna innlokuðu.
fréttablaðið/AP
Ættingjar syrgja Viku gæti tekið að komast til hinna innlokuðu. fréttablaðið/AP

Kína, AP Ættingjar 153 námuverkamanna kröfðust svara og aðgerða af björgunarfólki og stjórnvöldum í Kína. Um þúsund björgunarmenn hafa unnið á vöktum við að bjarga mönnum úr námu í Shanxi-héraði eftir að vatn flæddi niður í hana á sunnudag.

Ekkert hefur heyrst frá mönnunum og óvíst að nokkur þeirra sé á lífi. Aðgerðirnar gengu einkum út á að dæla vatni úr námunni til þess að komast megi að mönnunum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×