Innlent

Greina hefði átt frá styrkjunum

Forstjóri Veiðimálastofnunar rannsakar hvort Bjarni Jónsson, deildarstjóri hjá stofnuninni, hafi sótt um og þegið styrki í gegnum einkafyrirtæki sitt í samkeppni við Veiðimálastofnun. DV greindi frá málinu á dögunum.

Fyrirtæki Bjarna, Fræðaveitan, fékk á árunum 2008 til 2009 styrki sem námu alls 4,5 milljónum króna, meðal annars úr rannsóknarsjóði sem Bjarni hefur líka sótt um styrki úr fyrir hönd Veiðimálastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, segir ámælisvert að Bjarni hafi ekki upplýst stofnunina um styrki til fyrirtækis hans. Málið sé til skoðunar og sé niðurstöðu að vænta innan tíðar.

Bjarni er sonur Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra en Veiðimálastofnun heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið. - bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×