Innlent

Neyðarblys sást á lofti en leit bar engan árangur

Um það bil 50 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á Austurlandi í gærkvöldi til að kanna uppruna neyðarblyss, sem hafði sést þar á lofti.

Leitað var út frá Háreksstaðaleið, þar sem vegir og slóðar voru eknir á bílum og vélsleðum, og jafnframt kannað hvort einhvers væri saknað eða einhver ætti í vanda, sem reyndist ekki vera.

Aðgerðum var hætt á miðnætti og engar fregnir hafa borist af neinni neyð þar eystra í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×