Erlent

18 mánaða stúlka lést eftir að hundur réðst á hana

Átján mánaða stúlka lést eftir að hundur réðst á hana í Crawley í vestur Sussex Bretlandi í gær. Hún var flutt á spítala í austur Surrey með alvarleg höfuðmeiðsl en lést skömmu síðar. Stúlkan var í eldhúsinu á heimili sínu ásamt móður, ömmu og eldri systur þegar árásin átti sér stað.

Rúmlega þrítugur frændi stúlkunnar sem átti hundinn var ekki á staðnum þegar árásin varð en kom stuttu síðar. Hann var handtekinn við komuna grunaður um manndráp af gáleysi. Lögreglan í Sussex rannsakar nú málið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var hundurinn af tegundinni mastiff sem líkist helst bolabít.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×