Minnkað vægi verðtrygginga !! Hjalti Þórisson skrifar 9. desember 2010 06:15 Viðskiptaráðherra hefur nú um miðjan nóvember, að tillögu Alþingis frá því í júlí, skipað eina nefndina enn til þess að kanna kosti og galla verðtrygginga. Sú síðasta skilaði af sér í vor. Hér er væntanlega einungis átt við hina almennu heimild til að verðtryggja höfuðstól fjárskuldbindinga. Nefndin á að snara fram áliti og tillögum í lok jólamánaðarins hverning eigi að „draga úr vægi verðtrygginga". Samt sem áður hefur ríkisstjórnin nú lýst yfir því, áður en nefndin skilar af sér, að hún hyggist gera einmitt það. Það er stórmerkilegt, að nú, þremur áratugum eftir setningu Ólafslaga, þurfi að setja upp nefnd til að meta ágæti verðtrygginga, eins og þær séu ekki löngu búnar að sanna ágæti sitt. Sjálfsagt er að tíunda það, hafi einhverjum yfirsést það. Verðtrygging er óvirk ef ekki eru verðlagsbreytingar. Hún ætti þá að vera meinalaus. Ef verðgildi gjaldmiðilsins breytist lagar verðtrygging fjárskuldbindingar að því, hvort sem um er að ræða rýrnun hans (verðbógu) eða hið gagnstæða (verðhjöðnun), sem er einstæður og ómetanlegur eiginleiki. Verðtrygging tryggir sannvirði fjárskuldbindinga. Hún sér til þess að því sé skilað sem fengið er að láni. Meira ætti ekki að þurfa að segja. Verðtrygging ver sparnað og hefur ein viðhaldið sterkri stöðu lífeyrissjóðanna gegnum hrunið. Henni er það að þakka að til er öflugur „sparisjóður" í landinu enn; að yfirleitt er einhver eign eftir í landinu. Verðtryggingin er sigurvegarinn í fjármálaóreiðunni. Hún er skjaldborgin. Verðtrygging er forsenda langtímalána (í verðbólgusamfélagi) og er þar með forsenda bæði langtímasparnaðar og kaup- og afborganagetu við kaup á húsnæði. Þessi atriði eru spyrt saman. Án verðtrygginga væru hér engin langtímalán og þar með ekki heldur hægt að bjóða upp á jafngreiðslu-greiðslukjör (annúitet) sem jafnar og dreifir greiðslubyrði á lánstímann og gerir greiðsluáætlanir mögulegar og áreiðanlegar. Henni er það að þakka að fólk hefur yfirleitt getað ráðist í íbúðakaup með skaplegum hætti. Hún gerir það meðal annars kleift að unnt er að fresta greiðslum án þess að neinn skaðist ef fólk lendir í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Kostir þessa eru slíkir að það er meira að segja tilvinnandi þó ríflega sé borgað með slíkum lánum. Verðtryggingar eru ekki bundnar við skuldir (lán). Margur sá sem vill losna við verðtryggingar skulda vill ómögulega losna við verðtryggingar persónuafsláttar eða bóta almannatrygginga. Lífeyrir úr lífeyrissjóðum miðast við gildandi kaupgjald en ekki gamalt - hann er þannig séð verðtryggður, enda er verðtrygging ekkert annað en sanngjörn viðmiðun við verðmæti - sannvirði. Lífeyrinn væri hins vegar ógerlegt að verðmætistryggja án verðtrygginga skulda. Þeir sem greiða af verðtryggðum lánum eru með óbeinum hætti að greiða í eigin vasa fyrir lífeyri. Verðtryggingin afnam að miklu leyti hið sturlaða fjármálaástand sem hér ríkti á áttunda og níunda áratugnum þegar hún var loks orðin úrbreidd eftir tilkomu 86-kerfisins og svo húsbréfakerfisins (1990) og kom hér á tiltölulega skaplegu ástandi á tíunda-áratugnum, þrátt fyrir að ýmis ljón væru sett í veg þess. Fram að því hafði hún ekki það vægi að sporna gegn óstjórninni og áhrifum hávaxtastefnunnar. Útbreidd verðtrygging afnemur ýmsa hvata til verðþenslu. Án hennar hefði „þjóðarsáttin" (1989) aldrei getað skilað sér í árangri. Án hennar var einfaldlega ekki neitt við neitt ráðið. Hún er trygging þess stöðugleika sem þó hefur verið - en fær ekki við öllu gert. Verðtryggingin átti engan þátt í bóluhagkerfinu sem hér var blásið upp á þessum áratug, þó reynt sé að koma sök á hana þar. Hún átti engan þátt í þeim sjúkdómi. Getur einhver fundið heilbrigða skýringu á því, að íbúðaverð (og þar með eigið fé íbúðaeigenda) hafi hækkað á tveimur árum, segi og skrifa, um 100% - og það á sama tíma og almennt verðlag (að meðtöldu húsnæði) hækkaði um 10% (sem og verðtryggð lán NB) og að eftirspurn (les kaup- og skuldsetningargleði) skuli ekki hafa hrapað við það, eða þá að þetta hafi ekki þótt neitt skondið. Verðtrygging var ekki nýtt fyrirbrigði þá. Ætli menn að lækna þá meinsemd verða þeir að finna annan æxlisvald Einn meginkostur verðtrygginga (NB kostur) er að þær refsa fyrir óstjórn og óvarkárni í fjármálum og neyða menn til að taka afleiðingunum. Fyrir því finna menn nú eftir ósköpin. Þetta eiga ábyrgir menn að vita og sjá fótum sínum forráð. Hvernig það má vera að þessi eiginleiki verðtrygginga hafi ekki nægt til að kenna mönnnum ábyrgð í fjármálum eru sérstök býsn. Sérstakan varhug ber að gjalda við hugmyndum um að stýrivextir Seðlabankans eigi að hafa áhrif á vaxtastig umsaminna langtíma-fasteignalána. Það mun eyðileggja jafngreiðslukjörin sem byggja á föstum vöxtum og af og frá að Seðlabankinn fái að krukka í gerða samninga og leika sér með greiðslubyrði skuldsettra íbúðaeigenda til neyslustýringar. Þar er hagfræðikenning komin út fyrir sín mörk. Hafna ber þeirri villukenningu að verðtrygging sé hemill á hagstjórnartilburði og að „stýritæki" Seðlabankans virki ekki vegna hennar. Nóg er reyndar komið af hagstjórnartilburðum. Hvað meina stjórnmálaflokkarnir, og ríkisstjórnin nú síðast, með því að ætla sér að „draga úr vægi verðtrygginga"? Hvernig í ósköpunum hyggjast menn gera það? Hverja er verið að friða með slíku tali? Nær væri að auka vægi verðtrygginga og koma sér loks að því, einum fjörutíu árum eftir að það var að réttu orðið brýnt, að koma hér á heilsteyptu verðtryggingakerfi. Hafi menn nokkurn minnsta áhuga á að reka af höndum sér „verðtryggingar" sem eru óæskilegar þá myndu þeir afnema breytilega vexti og banna verðbætingu í þeim. Afnema þessar meinsemdir frá því snemma á áttunda áratugnum, sem sáð var hér þegar menn heyktust á því að taka upp höfuðstóls-verðtyggingar og höfðu svo ekki rænu á að afnema þegar Ólafslög voru loks sett. Hér er ekki svigrúm til að styðja þennan málflutning frekari rökum, en þau eru til reiðu, sem og tillögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráðherra hefur nú um miðjan nóvember, að tillögu Alþingis frá því í júlí, skipað eina nefndina enn til þess að kanna kosti og galla verðtrygginga. Sú síðasta skilaði af sér í vor. Hér er væntanlega einungis átt við hina almennu heimild til að verðtryggja höfuðstól fjárskuldbindinga. Nefndin á að snara fram áliti og tillögum í lok jólamánaðarins hverning eigi að „draga úr vægi verðtrygginga". Samt sem áður hefur ríkisstjórnin nú lýst yfir því, áður en nefndin skilar af sér, að hún hyggist gera einmitt það. Það er stórmerkilegt, að nú, þremur áratugum eftir setningu Ólafslaga, þurfi að setja upp nefnd til að meta ágæti verðtrygginga, eins og þær séu ekki löngu búnar að sanna ágæti sitt. Sjálfsagt er að tíunda það, hafi einhverjum yfirsést það. Verðtrygging er óvirk ef ekki eru verðlagsbreytingar. Hún ætti þá að vera meinalaus. Ef verðgildi gjaldmiðilsins breytist lagar verðtrygging fjárskuldbindingar að því, hvort sem um er að ræða rýrnun hans (verðbógu) eða hið gagnstæða (verðhjöðnun), sem er einstæður og ómetanlegur eiginleiki. Verðtrygging tryggir sannvirði fjárskuldbindinga. Hún sér til þess að því sé skilað sem fengið er að láni. Meira ætti ekki að þurfa að segja. Verðtrygging ver sparnað og hefur ein viðhaldið sterkri stöðu lífeyrissjóðanna gegnum hrunið. Henni er það að þakka að til er öflugur „sparisjóður" í landinu enn; að yfirleitt er einhver eign eftir í landinu. Verðtryggingin er sigurvegarinn í fjármálaóreiðunni. Hún er skjaldborgin. Verðtrygging er forsenda langtímalána (í verðbólgusamfélagi) og er þar með forsenda bæði langtímasparnaðar og kaup- og afborganagetu við kaup á húsnæði. Þessi atriði eru spyrt saman. Án verðtrygginga væru hér engin langtímalán og þar með ekki heldur hægt að bjóða upp á jafngreiðslu-greiðslukjör (annúitet) sem jafnar og dreifir greiðslubyrði á lánstímann og gerir greiðsluáætlanir mögulegar og áreiðanlegar. Henni er það að þakka að fólk hefur yfirleitt getað ráðist í íbúðakaup með skaplegum hætti. Hún gerir það meðal annars kleift að unnt er að fresta greiðslum án þess að neinn skaðist ef fólk lendir í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Kostir þessa eru slíkir að það er meira að segja tilvinnandi þó ríflega sé borgað með slíkum lánum. Verðtryggingar eru ekki bundnar við skuldir (lán). Margur sá sem vill losna við verðtryggingar skulda vill ómögulega losna við verðtryggingar persónuafsláttar eða bóta almannatrygginga. Lífeyrir úr lífeyrissjóðum miðast við gildandi kaupgjald en ekki gamalt - hann er þannig séð verðtryggður, enda er verðtrygging ekkert annað en sanngjörn viðmiðun við verðmæti - sannvirði. Lífeyrinn væri hins vegar ógerlegt að verðmætistryggja án verðtrygginga skulda. Þeir sem greiða af verðtryggðum lánum eru með óbeinum hætti að greiða í eigin vasa fyrir lífeyri. Verðtryggingin afnam að miklu leyti hið sturlaða fjármálaástand sem hér ríkti á áttunda og níunda áratugnum þegar hún var loks orðin úrbreidd eftir tilkomu 86-kerfisins og svo húsbréfakerfisins (1990) og kom hér á tiltölulega skaplegu ástandi á tíunda-áratugnum, þrátt fyrir að ýmis ljón væru sett í veg þess. Fram að því hafði hún ekki það vægi að sporna gegn óstjórninni og áhrifum hávaxtastefnunnar. Útbreidd verðtrygging afnemur ýmsa hvata til verðþenslu. Án hennar hefði „þjóðarsáttin" (1989) aldrei getað skilað sér í árangri. Án hennar var einfaldlega ekki neitt við neitt ráðið. Hún er trygging þess stöðugleika sem þó hefur verið - en fær ekki við öllu gert. Verðtryggingin átti engan þátt í bóluhagkerfinu sem hér var blásið upp á þessum áratug, þó reynt sé að koma sök á hana þar. Hún átti engan þátt í þeim sjúkdómi. Getur einhver fundið heilbrigða skýringu á því, að íbúðaverð (og þar með eigið fé íbúðaeigenda) hafi hækkað á tveimur árum, segi og skrifa, um 100% - og það á sama tíma og almennt verðlag (að meðtöldu húsnæði) hækkaði um 10% (sem og verðtryggð lán NB) og að eftirspurn (les kaup- og skuldsetningargleði) skuli ekki hafa hrapað við það, eða þá að þetta hafi ekki þótt neitt skondið. Verðtrygging var ekki nýtt fyrirbrigði þá. Ætli menn að lækna þá meinsemd verða þeir að finna annan æxlisvald Einn meginkostur verðtrygginga (NB kostur) er að þær refsa fyrir óstjórn og óvarkárni í fjármálum og neyða menn til að taka afleiðingunum. Fyrir því finna menn nú eftir ósköpin. Þetta eiga ábyrgir menn að vita og sjá fótum sínum forráð. Hvernig það má vera að þessi eiginleiki verðtrygginga hafi ekki nægt til að kenna mönnnum ábyrgð í fjármálum eru sérstök býsn. Sérstakan varhug ber að gjalda við hugmyndum um að stýrivextir Seðlabankans eigi að hafa áhrif á vaxtastig umsaminna langtíma-fasteignalána. Það mun eyðileggja jafngreiðslukjörin sem byggja á föstum vöxtum og af og frá að Seðlabankinn fái að krukka í gerða samninga og leika sér með greiðslubyrði skuldsettra íbúðaeigenda til neyslustýringar. Þar er hagfræðikenning komin út fyrir sín mörk. Hafna ber þeirri villukenningu að verðtrygging sé hemill á hagstjórnartilburði og að „stýritæki" Seðlabankans virki ekki vegna hennar. Nóg er reyndar komið af hagstjórnartilburðum. Hvað meina stjórnmálaflokkarnir, og ríkisstjórnin nú síðast, með því að ætla sér að „draga úr vægi verðtrygginga"? Hvernig í ósköpunum hyggjast menn gera það? Hverja er verið að friða með slíku tali? Nær væri að auka vægi verðtrygginga og koma sér loks að því, einum fjörutíu árum eftir að það var að réttu orðið brýnt, að koma hér á heilsteyptu verðtryggingakerfi. Hafi menn nokkurn minnsta áhuga á að reka af höndum sér „verðtryggingar" sem eru óæskilegar þá myndu þeir afnema breytilega vexti og banna verðbætingu í þeim. Afnema þessar meinsemdir frá því snemma á áttunda áratugnum, sem sáð var hér þegar menn heyktust á því að taka upp höfuðstóls-verðtyggingar og höfðu svo ekki rænu á að afnema þegar Ólafslög voru loks sett. Hér er ekki svigrúm til að styðja þennan málflutning frekari rökum, en þau eru til reiðu, sem og tillögur.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun