Björgólfur lagði áherslu á að halda Fríkirkjuveginum Sigríður Mogensen skrifar 22. júlí 2010 18:30 Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. Björgólfur Thor Björgólfsson fullyrðir að engar skuldir verði afskrifaðar, en hann og fjárfestingafélag hans Novator, gengu í vikunni frá skuldauppgjöri við fjölmarga banka. Þeirra á meðal eru Deutche Bank, Barclays, skilanefndir Glitnis og Landsbankans, Straumur og Arion banki. Skuldirnar nema samtals 1.200 milljörðum en þar vega skuldir vegna Actavis lang þyngst. Í uppgjörinu felst að Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í Actavis, pólska fjarskiptafyrirtækinu Play, CCP og Verne Holding. Allar hans eignir liggja til grundvallar, samkvæmt tilkynningu. Arðurinn af þeim og verðmæti, verði þær seldar, ganga síðan á móti skuldunum. En það eru ekki einungis eignarhlutir í stórum fyrirtækjum sem eru undir því persónulegar eigur Björgólfs Thors ganga einnig til uppgjörs skuldanna. Húsið við Fríkirkjuveg hefur persónulegt gildi fyrir Björgólf en langafi hans Thor Jensen lét reisa það fyrir hundrað árum síðan. Húsið er í dag veðsett upp í rjáfur en Björgólfur keypti það fyrir nokkrum árum. Björgólfur Guðmundsson, faðir Björgólfs Thors, var úrskurðaður gjaldþrota síðasta sumar. Ellefu milljarða króna skuld hans kemur inn í skuldauppgjör sonarins. Þá hyggst Björgólfur Thor gera upp hluta af skuldum Samsonar, þá 40 milljarða sem feðgarnir voru í persónulegum ábyrgðum fyrir. Ekki fékkst viðtal við Björgólf Thor í dag. Í tilkynningu er haft eftir honum að hann hafi um tíma staðið frammi fyrir persónulegu gjaldþroti. Samkomulagið sem hann hefur nú gert við lánadrottna sína þýði að hægt sé að byggja upp og selja eignir á eðlilegu verði, en með því fáist meira upp í skuldir en ella. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson lagði mikla áherslu á það við 1.200 milljarða skuldauppgjör að halda í sinni eigu sögufrægu húsi við Fríkirkjuveg, sem langafi hans lét reisa fyrir hundrað árum. Björgólfur segir að engar skuldir verði afskrifaðar en inn í uppgjörinu er hluti skulda föður hans. Björgólfur Thor Björgólfsson fullyrðir að engar skuldir verði afskrifaðar, en hann og fjárfestingafélag hans Novator, gengu í vikunni frá skuldauppgjöri við fjölmarga banka. Þeirra á meðal eru Deutche Bank, Barclays, skilanefndir Glitnis og Landsbankans, Straumur og Arion banki. Skuldirnar nema samtals 1.200 milljörðum en þar vega skuldir vegna Actavis lang þyngst. Í uppgjörinu felst að Björgólfur Thor verður áfram hluthafi í Actavis, pólska fjarskiptafyrirtækinu Play, CCP og Verne Holding. Allar hans eignir liggja til grundvallar, samkvæmt tilkynningu. Arðurinn af þeim og verðmæti, verði þær seldar, ganga síðan á móti skuldunum. En það eru ekki einungis eignarhlutir í stórum fyrirtækjum sem eru undir því persónulegar eigur Björgólfs Thors ganga einnig til uppgjörs skuldanna. Húsið við Fríkirkjuveg hefur persónulegt gildi fyrir Björgólf en langafi hans Thor Jensen lét reisa það fyrir hundrað árum síðan. Húsið er í dag veðsett upp í rjáfur en Björgólfur keypti það fyrir nokkrum árum. Björgólfur Guðmundsson, faðir Björgólfs Thors, var úrskurðaður gjaldþrota síðasta sumar. Ellefu milljarða króna skuld hans kemur inn í skuldauppgjör sonarins. Þá hyggst Björgólfur Thor gera upp hluta af skuldum Samsonar, þá 40 milljarða sem feðgarnir voru í persónulegum ábyrgðum fyrir. Ekki fékkst viðtal við Björgólf Thor í dag. Í tilkynningu er haft eftir honum að hann hafi um tíma staðið frammi fyrir persónulegu gjaldþroti. Samkomulagið sem hann hefur nú gert við lánadrottna sína þýði að hægt sé að byggja upp og selja eignir á eðlilegu verði, en með því fáist meira upp í skuldir en ella.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira