Handbolti

Ingimundur tognaði á nára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Ingimundur Ingimundarson.
Ingimundur Ingimundarson. Mynd/DIENER/Leena Manhart
Ingimundur Ingimundarson tognaði á nára í leiknum gegn Króatíu í gær en engu að síður er stefnt að því að hann spili gegn Rússum í dag.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði þetta vissulega ekki góðar fréttir.

„Þetta er slæmur staður til að meiðast á en eins og staðan er núna munu bæði hann og Sverre byrja í dag," sagði Guðmundur en Sverre meiddist á putta í leiknum gegn Dönum um helgina.

Hann spilaði þó með í gær en ekkert á síðustu 20 mínútum leiksins þar sem hann fékk sína þriðju brottvísun snemma í síðari hálfleik.

Guðmundur var þó ánægður með ástand sinna manna þegar á heildina er litið.

„Það er ótrúlega gott stand á liðinu og allir aðrir eru mjög ferskir. Við undirbjuggum okkur mjög vel og var eitthvað rætt um það fyrir mót að við hefðum spilað of marga leiki í undirbúningnum okkar fyrir mótið. Ég tel að það hafi nú sýnt sig að það var af hinu góða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×