„Kjarninn er andi, skelin leir“ Jóhann Tómasson skrifar 15. desember 2010 05:15 Ég bauð móður minni á útgáfutónleika Gissurar Páls Gissurarsonar tenórs í Salnum fyrir nokkrum vikum. Það var stund, sem snart viðkvæmt hjartað. Mér varð eins og oft hugsað til bróður míns, sem farið hefur á mis við hina göfgu list, en hann missti heyrn tveggja ára gamall árið 1949. Kristján Jóhannsson söng með Gissuri lokalagið. Hann hreif áheyrendur sannarlega, þótt ljóst megi vera, að aldurinn er farinn að segja til sín. Fyrr mætti nú líka vera. Það urðu mér því sár vonbrigði að lesa dóm Jónasar Sen í Fréttablaðinu um söng Gissuarar á fyrsta hljómdiski hans. Út yfir tók þó, þegar ég las dóm Jónasar Sen um æviverk Kristjáns Jóhannssonar. Hreint ofbeldisverk. Ég hef fylgzt með Kristjáni í áratugi, enda nánast jafnaldra honum. Kristján, líkt og margir tilfinningamenn, hefur kynnzt því rækilega hvað það getur kostað. Hann hefur stórt og heitt hjarta. Hann hefur hrifið fjöldann og náð hátindum á eigin verðleikum. Hann hefur ekki getað skýlt sér á bak við aðra eins og gervimennin. Íslendingar hefðu gott af því núna að lesa kvæði Davíðs Stefánssonar. Þeir gætu t.d. byrjað á „Söng loddarans". Lífið hefur kennt mér, að þeir sem geta gera, en þeir sem geta ekki predika, dæma og nota aðra. Kvæðið „Flugmenn" byrjar svona: „Kynslóð fæðist kynslóð deyr. Kjarninn er andi, skelin leir, sem brestur af feigð og fúa." Fjórða erindið er þannig:„Hirtu hvorki um lof né last né lyginnar streymandi iðukast. Vertu heill, - ekki hálfur. Bliknaðu ekki þótt blási hvasst og bregðist þér heilar álfur, en knýðu vængina og flugið fast og fljúgðu til himins sjálfur."Söngur Kristjáns Jóhannssonar og ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi munu halda áfram að fljúga meðan ærlegar tilfinningar blakta í brjóstum Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég bauð móður minni á útgáfutónleika Gissurar Páls Gissurarsonar tenórs í Salnum fyrir nokkrum vikum. Það var stund, sem snart viðkvæmt hjartað. Mér varð eins og oft hugsað til bróður míns, sem farið hefur á mis við hina göfgu list, en hann missti heyrn tveggja ára gamall árið 1949. Kristján Jóhannsson söng með Gissuri lokalagið. Hann hreif áheyrendur sannarlega, þótt ljóst megi vera, að aldurinn er farinn að segja til sín. Fyrr mætti nú líka vera. Það urðu mér því sár vonbrigði að lesa dóm Jónasar Sen í Fréttablaðinu um söng Gissuarar á fyrsta hljómdiski hans. Út yfir tók þó, þegar ég las dóm Jónasar Sen um æviverk Kristjáns Jóhannssonar. Hreint ofbeldisverk. Ég hef fylgzt með Kristjáni í áratugi, enda nánast jafnaldra honum. Kristján, líkt og margir tilfinningamenn, hefur kynnzt því rækilega hvað það getur kostað. Hann hefur stórt og heitt hjarta. Hann hefur hrifið fjöldann og náð hátindum á eigin verðleikum. Hann hefur ekki getað skýlt sér á bak við aðra eins og gervimennin. Íslendingar hefðu gott af því núna að lesa kvæði Davíðs Stefánssonar. Þeir gætu t.d. byrjað á „Söng loddarans". Lífið hefur kennt mér, að þeir sem geta gera, en þeir sem geta ekki predika, dæma og nota aðra. Kvæðið „Flugmenn" byrjar svona: „Kynslóð fæðist kynslóð deyr. Kjarninn er andi, skelin leir, sem brestur af feigð og fúa." Fjórða erindið er þannig:„Hirtu hvorki um lof né last né lyginnar streymandi iðukast. Vertu heill, - ekki hálfur. Bliknaðu ekki þótt blási hvasst og bregðist þér heilar álfur, en knýðu vængina og flugið fast og fljúgðu til himins sjálfur."Söngur Kristjáns Jóhannssonar og ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi munu halda áfram að fljúga meðan ærlegar tilfinningar blakta í brjóstum Íslendinga.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar