Erlent

Við erum í aðalatriðum sama þjóðin

Mohammed Nasheed og Ólafur Ragnar Grímsson hafa ákveðið að ferðast saman um heiminn með þann boðskap til þróunarlanda að þau geti haldið áfram að þróast án þess að eyðileggja jörðina.
Fréttablaðið/GVA
Mohammed Nasheed og Ólafur Ragnar Grímsson hafa ákveðið að ferðast saman um heiminn með þann boðskap til þróunarlanda að þau geti haldið áfram að þróast án þess að eyðileggja jörðina. Fréttablaðið/GVA
„Við verðum að finna lausnir á loftslagsvandanum áður en við lendum í frjálsu falli,“ segir Mohammed Nasheed, forseti Maldíveyja, sem staddur er í stuttri heimsókn hér á landi.

Baráttan gegn breytingum á loftslagi jarðar er sérlega brýn á Maldíveyjum, sem eru skammt suður af Indlandi, því hæsti staður þeirra er aðeins 2,4 metrum yfir sjávarmáli. Þær myndu því sökkva að stórum hluta ef yfirborð sjávar hækkar verulega.

„Áhrifin yrðu þau sömu og hér á landi,“ sagði hann á Bessastöðum í gær, og benti á að sjórinn myndi flæða upp að Bessastöðum ef yfirborð hans hækkar. „Það er nákvæmlega sama staðan heima hjá mér, sjórinn myndi ná upp að húsinu mínu,“ segir hann.

Nasheed hefur ferðast víða um heim til að leggja áherslu á mikilvægi þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og segist hlakka til að fá Íslendinga í lið með sér. Hann segist í þessari heimsókn hafa áttað sig á því að Íslendingar og íbúar Maldíveyja búa við mjög svipaðar aðstæður.

„Við erum í aðalatriðum sama þjóðin,“ segir hann. „Við erum 350 þúsund, rétt eins og þið, og dreifumst niður á lítil byggðarlög, þótt hjá okkur séu þau á litlum eyjum. Atvinnuhættirnir eru svipaði, fiskveiðar og ferðaþjónusta.“

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×