Lífið

Hægðirnar í ólagi hjá kónginum

Rokkkóngurinn lést af völdum hægðatregðu, samkvæmt lækni hans, Nichopoulos.
Rokkkóngurinn lést af völdum hægðatregðu, samkvæmt lækni hans, Nichopoulos.

Rokkkóngurinn Elvis Presley lést af völdum hægðatregðu. Hingað til hefur því verið haldið fram að hann hafi látist af völdum hjartaáfalls en það virðist ekki vera rétt.

Elvis fannst látinn á klósettinu heima hjá sér árið 1977, 42 ára. Samkvæmt þáverandi lækni hans, George „Nick“ Nichopoulos, neitaði kóngurinn að fara í skurðaðgerð, sem hefði bundið enda á vandamálið.

„Við áttuðum okkur ekki á því fyrr en við krufninguna að hægðatregðan hefði verið svona slæm,“ sagði læknirinn. „Hann skammaðist sín fyrir þetta. Hann lenti í slysum á sviðinu. Hann þurfti að skipta um föt og koma aftur vegna þess að við vorum að reyna að meðhöndla vandamálið.“

Samkvæmt því sem kemur fram í bók Nichopoulos, The King and Doctor Nick, þjáðist Elvis af arfgengum kvilla sem nefnist iðralömun en í krufningunni kom í ljós að ristillinn hans var tvöfalt stærri en í venjulegu fólki.

„Ef hann hefði farið í aðgerð á ristlinum væri hann líklega enn á lífi,“ sagði læknirinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.