Lífið

Margar sögur á kreiki um sambandsslit Halle Berry

Halle Berry og Gabriel Aubry eru hætt saman og enginn veit af hverju.
Halle Berry og Gabriel Aubry eru hætt saman og enginn veit af hverju.

Miklar vangaveltur hafa verið í kringum sambandsslit leikkonunnar Halle Berry og Gabriels Aubry, en þau tilkynntu fyrir stuttu að þau höfðu slitið sambandi sínu í janúar.

Bandarískir fjölmiðlar hafa þó ekki getað komið sér saman um ástæðu sambandsslitanna og hafa margar sögur verið á kreiki þess efnis.

„Halle vildi flytja burt frá Los Angeles og í rólegra hverfi en Gabriel var ekki tilbúinn til þess og sleit sambandinu. Þau unnu úr sínum málum og ákváðu að deila forræðinu yfir dóttur þeirra, Nöhlu. Halle er sorgmædd en ber höfuðið hátt,“ sagði einn heimildarmaður um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.