Erlent

Kattauppskrift kemur sjónvarpskokki í koll

Brigazzi segir að kettir bragðist mun betur en kanínur og kjúklingar.
Brigazzi segir að kettir bragðist mun betur en kanínur og kjúklingar.

Ítalska ríkissjónvarpið hefur rekið vinsælan sjónvarpskokk eftir að hann bauð upp á uppskrift að því hvernig elda eigi ketti, í sjónvarpsþætti sínum. Beppe Brigazzi segist sakna starfsins en þvertekur fyrir að biðjast afsökunar þar sem hann hafi aðeins verið að fræða áhorfendur um matarmenningu Ítala fyrr á öldum.

Hann bendir á að í mörgum héruðum landsins hafi lengi tíðkast að borða heimilisköttinn þegar hart var í ári. Í þættinum gaf Brigazzi góð ráð um hvernig best væri að hantera kjötið til þess að það verði sem meyrast. Til dæmis er gott að láta það liggja í rennandi vatni í þrjá daga áður en það er steikt.

Kokkurinn segist oft hafa étið ketti og að kjötið sé mun betra en kanínu og kjúklingakjöt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×