Erlent

Skotið á tvo lögreglumenn nærri Pentagon

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Varnarmálaráðuneytið í Pentagon. Mynd/ AFP
Varnarmálaráðuneytið í Pentagon. Mynd/ AFP
Skotið var á tvo lögreglumenn á neðanjarðarlestarstöð, nærri varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Lögreglumennirnir særðust í árásinni, en ekki er greint frá hversu alvarlega. Árásarmaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, særðist einnig i árásinni.

Lögreglan rannsakar nú hvort hann hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi haft vitorðsmann. Associated Press fréttastofan segir að töluvert uppnám hafi orðið á lestarstöðinni þegar skothríðin hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×