Handbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander átti flottan leik í kvöld.
Alexander átti flottan leik í kvöld.

Íslendingaliðin Flensburg og Grosswallstadt unnu bæði leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Flensburg rúllaði yfir botnlið Minden, 22-40, þar sem Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir Flensburg. Gylfi Gylfason komst ekki á blað hjá Minden.

Flensburg er eftir sigurinn með fimm stiga forskot á Rhein Neckar Löwen í keppninni um þriðja sæti deildarinnar.

Grosswallstadt vann fínan sigur á Minden, 28-25. Hvorki Einar Hólmgeirsson né Sverre Andreas Jakobsson skoruðu fyrir Grosswallstadt sem er í áttunda sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×