Geðsjúkum mismunað á nýja háskólasjúkrahúsinu? Elín Ósk Reynisdóttir skrifar 7. desember 2010 06:00 Ég hef verið að skoða og kynna mér nýja háskólasjúkrahúsið. Þetta nýja háskólasjúkrahús á að vera mjög flott og standast nútímakröfur. Þar er meðal annars talað um að allar sjúkrastofur verði einstaklingsherbergi með sér baðherbergi og aðgengi út á skjólsæla þakgarða sem snúa vel við sólu þar sem rækta má rósir og lækningajurtir. Þetta hljómar mjög vel og finnst mér þetta vera góð þróun. Það sem stakk mig þegar ég var að skoða teikningarnar er að geðsviðið á ekki að færast inn í nýja háskólasjúkrahúsið. Það á að halda áfram starfssemi í núverandi geðdeildarbyggingu. Ég fór að lesa mér til og skoða eins mikið af gögnum í sambandi við nýja háskólasjúkrahúsið eins og ég komst yfir. Ég sá að í upphafi ferlisins var hugmyndin að geðsviðið fengi aukið húsnæði en samkvæmt nýjustu skýrslum og teikningum er svo ekki. Það er samt talað um að endurbæta húsnæðið en ekki stækka það. Ég sé því ekki hvernig hægt sé að bæta aðstöðuna mikið því byggingin er nú þegar sprungin. Oft þarf að vísa sjúklingum frá eða útskrifa þá of snemma vegna skorts á plássum. Það er því ekki hægt að fjölga herbergjum til að allir fá eins manns herbergi, eða bæta við aðstöðu inn á deildum fyrir til dæmis iðjuþjálfun. Af hverju fá geðsjúkir ekki sömu aðstöðu og aðrir sjúklingar? Ég persónulega hef legið inn á geðdeild og finnst aðstaðan þar vera óviðunandi. Flest herbergin eru tveggja manna sem getur verið mjög erfitt því sjúklingar eru í mismunandi ástandi. Ég hef oft lent í því að herbergisfélagi minn hefur haldið fyrir mér vöku eða truflað mig á annan hátt. Þetta er mjög slæmt þar sem margir sjúklingar hafa átt erfitt með svefn og þurfa nauðsynlega að komast í ró og næði. Hreinlætisaðstaðan er líka slæm, upp að 5 sjúklingar nota sama baðherbergið og sömu sturtuna. Þeir geta verið af báðum kynjum og í misjöfnu ástandi. Þetta aðstöðuleysi hefur áður verið í umræðunni og kallað hefur verið eftir úrbótum frá sjúklingum, starfsfólki og aðstandendum án mikils árangurs. Það má samt nefna að flytja á bráðamóttöku geðsviðs inn í nýja háskólasjúkrahúsið þar sem verður sameinuð bráðamóttaka fyrir allt sjúkrahúsið. Að sumu leyti er það jákvætt og væntanlega verður þar mun betri aðstaða en er á núverandi bráðamóttöku. Það eru samt ekki allir sammála um kosti þess að hafa eina sameinaða bráðamóttöku, ég veit til dæmis um einstaklinga sem finnst það hræðileg tilhugsun að þurfa að fara á svona stóra bráðamóttöku þegar þeim líður svona illa. Það má líka nefna að á teikningu fyrir annan áfanga er sýnd möguleg stækkun geðdeildar. En því miður er það bara framtíðarmöguleiki eftir að annari áætlaðri uppbyggingu er lokið. Mér og félögum mínum í Hugarafli finnst það mjög alvarlegt mál að verið sé að mismuna geðsjúkum í heilbrigðiskerfinu á Íslandi árið 2010! Eru þetta fordómar? Eru geðsjúkdómar annars flokks sjúkdómar í heilbrigðiskerfinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég hef verið að skoða og kynna mér nýja háskólasjúkrahúsið. Þetta nýja háskólasjúkrahús á að vera mjög flott og standast nútímakröfur. Þar er meðal annars talað um að allar sjúkrastofur verði einstaklingsherbergi með sér baðherbergi og aðgengi út á skjólsæla þakgarða sem snúa vel við sólu þar sem rækta má rósir og lækningajurtir. Þetta hljómar mjög vel og finnst mér þetta vera góð þróun. Það sem stakk mig þegar ég var að skoða teikningarnar er að geðsviðið á ekki að færast inn í nýja háskólasjúkrahúsið. Það á að halda áfram starfssemi í núverandi geðdeildarbyggingu. Ég fór að lesa mér til og skoða eins mikið af gögnum í sambandi við nýja háskólasjúkrahúsið eins og ég komst yfir. Ég sá að í upphafi ferlisins var hugmyndin að geðsviðið fengi aukið húsnæði en samkvæmt nýjustu skýrslum og teikningum er svo ekki. Það er samt talað um að endurbæta húsnæðið en ekki stækka það. Ég sé því ekki hvernig hægt sé að bæta aðstöðuna mikið því byggingin er nú þegar sprungin. Oft þarf að vísa sjúklingum frá eða útskrifa þá of snemma vegna skorts á plássum. Það er því ekki hægt að fjölga herbergjum til að allir fá eins manns herbergi, eða bæta við aðstöðu inn á deildum fyrir til dæmis iðjuþjálfun. Af hverju fá geðsjúkir ekki sömu aðstöðu og aðrir sjúklingar? Ég persónulega hef legið inn á geðdeild og finnst aðstaðan þar vera óviðunandi. Flest herbergin eru tveggja manna sem getur verið mjög erfitt því sjúklingar eru í mismunandi ástandi. Ég hef oft lent í því að herbergisfélagi minn hefur haldið fyrir mér vöku eða truflað mig á annan hátt. Þetta er mjög slæmt þar sem margir sjúklingar hafa átt erfitt með svefn og þurfa nauðsynlega að komast í ró og næði. Hreinlætisaðstaðan er líka slæm, upp að 5 sjúklingar nota sama baðherbergið og sömu sturtuna. Þeir geta verið af báðum kynjum og í misjöfnu ástandi. Þetta aðstöðuleysi hefur áður verið í umræðunni og kallað hefur verið eftir úrbótum frá sjúklingum, starfsfólki og aðstandendum án mikils árangurs. Það má samt nefna að flytja á bráðamóttöku geðsviðs inn í nýja háskólasjúkrahúsið þar sem verður sameinuð bráðamóttaka fyrir allt sjúkrahúsið. Að sumu leyti er það jákvætt og væntanlega verður þar mun betri aðstaða en er á núverandi bráðamóttöku. Það eru samt ekki allir sammála um kosti þess að hafa eina sameinaða bráðamóttöku, ég veit til dæmis um einstaklinga sem finnst það hræðileg tilhugsun að þurfa að fara á svona stóra bráðamóttöku þegar þeim líður svona illa. Það má líka nefna að á teikningu fyrir annan áfanga er sýnd möguleg stækkun geðdeildar. En því miður er það bara framtíðarmöguleiki eftir að annari áætlaðri uppbyggingu er lokið. Mér og félögum mínum í Hugarafli finnst það mjög alvarlegt mál að verið sé að mismuna geðsjúkum í heilbrigðiskerfinu á Íslandi árið 2010! Eru þetta fordómar? Eru geðsjúkdómar annars flokks sjúkdómar í heilbrigðiskerfinu?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar