Handbolti

20 þúsund manns fögnuðu með Alfreð og Aroni - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn voru hylltir á ráðhústorginu í Kiel um helgina.
Leikmenn voru hylltir á ráðhústorginu í Kiel um helgina. Mynd/AP

Það var mikið um dýrðir þegar að 20 þúsund manns hylltu þjálfara og leikmenn þýska handknattleiksliðsins Kiel á ráðhústorgi borgarinnar.

Liðið varð um helgina Þýskalandsmeistari í sjötta árið í röð en liðið vann einnig Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins og Aron Pálmarsson leikmaður þess.

Alfreð er á sínu öðru tímabili hjá félaginu en Aron gekk til liðs við það fyrir nýliðið tímabil. Myndasyrpu af fögnuðinum í Kiel má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×