Viltu leyfa börnum að fara í sund Svandís Ómar Stefánsson skrifar 9. desember 2010 04:00 Sæl Svandís. Frænka þín í bæjarstjórn Kópavogs sagði við mig að ég ætti bara að skrifa þér bréf ef ég hefði svona mikinn áhuga á því að börn 8-10 ára hefðu leyfi til þess að fara í sund án forráðamanna sinna. Ég ákvað að hafa þetta opið bréf til þín vegna þess að það er ágætt að fá smá umræðu um þá ákvörðun að banna tveimur árgöngum barna að fara með jafnöldrum sínum í sund. Það er töluvert sem mælir gegn því að herða þessar reglur ef ekki eru fyrir því góð og gild rök Ég hef verið að tala við „sundsérfræðinga" og reynt að fá rök eða ástæðu studda einhverjum tölum en ekkert fengið. Þetta bann kemur í veg fyrir töluverða hreyfingu fyrir börn. Sérstaklega þau sem eru svo heppin að búa nálægt sundlaugum og hafa til þessa getað farið ein í sund. Þetta þekki ég persónulega, því dóttir mín sem er 9 ára eyddi töluverðu af sumrinu í Sundlaug Kópavogs með vinkonum sínum. Sundnámskeið á vegum íþróttafélaga og sveitarfélaga eru nú í boði fyrir unga krakka og ekki má gleyma ungbarnasundinu, auk þess eru einhverjir leikskólar farnir að bjóða upp á námskeið fyrir elstu börnin. Sundstöðum hefur fjölgað töluvert þau ár sem það hefur verið leyfilegt fyrir börn frá áttunda ári að fara ein í sund og ég leyfi mér að fullyrða að öryggisgæslan hafi batnað mikið. Ég leyfi mér líka að efast um að foreldrar sem fara með börn sín í sund yrðu mikið í því að fara á eftir 8 og 9 ára börnum sínum í sundlaugina eftir að hafa setið í heita pottinum. Eftirlitið er því áfram á ábyrgð starfsfólks sundstaða. Það er víst margt fleira í þessari reglugerð sem þeir sem til þekkja hafa athugasemdir við. Ég skora því á þig að fresta gildistökunni og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Ef það er ekki möguleiki þá bið ég þig að endurskoða ákvörðunina með aldurinn, því hvað er skemmtilegra en að busla í vatni þegar maður er barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sæl Svandís. Frænka þín í bæjarstjórn Kópavogs sagði við mig að ég ætti bara að skrifa þér bréf ef ég hefði svona mikinn áhuga á því að börn 8-10 ára hefðu leyfi til þess að fara í sund án forráðamanna sinna. Ég ákvað að hafa þetta opið bréf til þín vegna þess að það er ágætt að fá smá umræðu um þá ákvörðun að banna tveimur árgöngum barna að fara með jafnöldrum sínum í sund. Það er töluvert sem mælir gegn því að herða þessar reglur ef ekki eru fyrir því góð og gild rök Ég hef verið að tala við „sundsérfræðinga" og reynt að fá rök eða ástæðu studda einhverjum tölum en ekkert fengið. Þetta bann kemur í veg fyrir töluverða hreyfingu fyrir börn. Sérstaklega þau sem eru svo heppin að búa nálægt sundlaugum og hafa til þessa getað farið ein í sund. Þetta þekki ég persónulega, því dóttir mín sem er 9 ára eyddi töluverðu af sumrinu í Sundlaug Kópavogs með vinkonum sínum. Sundnámskeið á vegum íþróttafélaga og sveitarfélaga eru nú í boði fyrir unga krakka og ekki má gleyma ungbarnasundinu, auk þess eru einhverjir leikskólar farnir að bjóða upp á námskeið fyrir elstu börnin. Sundstöðum hefur fjölgað töluvert þau ár sem það hefur verið leyfilegt fyrir börn frá áttunda ári að fara ein í sund og ég leyfi mér að fullyrða að öryggisgæslan hafi batnað mikið. Ég leyfi mér líka að efast um að foreldrar sem fara með börn sín í sund yrðu mikið í því að fara á eftir 8 og 9 ára börnum sínum í sundlaugina eftir að hafa setið í heita pottinum. Eftirlitið er því áfram á ábyrgð starfsfólks sundstaða. Það er víst margt fleira í þessari reglugerð sem þeir sem til þekkja hafa athugasemdir við. Ég skora því á þig að fresta gildistökunni og fá frekari umsagnir þeirra sem þekkingu hafa á þessum málum. Ef það er ekki möguleiki þá bið ég þig að endurskoða ákvörðunina með aldurinn, því hvað er skemmtilegra en að busla í vatni þegar maður er barn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar