Viðurkenning stjórnvalda á Icesave 20. febrúar 2010 06:00 Kristinn H. Gunnarsson skrifar um Icesave. Sigurður Líndal skrifar í Fréttablaðið og fer fram á að ég rökstyðji fullyrðingu mína í Morgunblaðinu að íslensk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innstæðnanna á Icesave reikningunum. Það er mér ljúft að gera. Fyrst er að nefna samkomulag milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda frá 13. október 2008. Það kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur, segir í fréttatilkynningu. Næst er samkomulag við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð. Í báðum tilvikum eru um formlegar og bindandi yfirlýsingar að ræða fyrir framkvæmdavaldið. Þar með tel ég mig hafa fært rök fyrir fullyrðingu minni. En Sigurður fer fram á að ég tilgreini yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda sem skuldbinda íslenska ríkið fyrir Icesave innstæðunum. Það fullyrti ég ekki , heldur að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Það er annað mál hvort þær viðurkenningar skuldbinda ríkið. Eins og Sigurður nefnir getur þurft að koma til samþykkis Alþingis til þess að gjörðir ráðherra öðlist gildi og bindi ríkið. En það er þó ekki einhlítt. Fjármálaráðherra undirritar kjarasamninga og við það öðlast þeir gildi. Ef Alþingi veitir ekki nægu fé til þess að standa við samningana halda þeir engu að síður gildi sínu. Launþegarnir geta væntanlega leitað til dómstóla og fengið dæmd vangreidd laun með þeim rökum að undirritun ráðherra skuldbindur ríkið. Áratugalangur samningur milli ríkis og Reykjavíkurborgar um tugmilljarða króna útgjöld úr ríkissjóði til þess að reisa og reka Tónlistarhús var aðeins undirritaður af tveimur ráðherrum fyrir hönd ríkisins en kom ekki fyrir Alþingi. En rétt er samt að svara Sigurði og benda á það sem skuldbindur ríkið í þessu máli. Samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008 felur ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar með staðfestir Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave innstæðunum og gerir þær að sínum. Þar með tel ég að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður. Icesave innstæðueigandi sem ekki fengi lágmarkstryggingu greidda gæti höfðað mál fyrir íslenskum dómstól og fengið sér hana dæmda. Það er hins vegar skoðun mín að íslensk lög séu alveg skýr í þessum efnum. Innstæðueigendur eiga að fá lágmarkstrygginguna greidda hvað sem á dynur. Í 10. grein laga um innstæðutryggingar eru fortakslaus fyrirmæli til sjóðsins að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þessari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Tryggingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til þá verður sá sem gaf lagatrygginguna, það er ríkið sjálft, að hlaupa undir bagga. Það hefur ábyrgð í för með sér að setja lög. Lög skuldbinda ríkisvaldið. Yfirlýsingar um réttindi til handa einstaklingum gilda meðan lögin eru í gildi. Það er dapurlegur málflutningur að halda því fram að þegar á reyni þá eigi lagaákvæðin ekki við og þetta og hitt eigi að valda því að ekkert er að marka gildandi lög, nema fyrir suma, sums staðar. Það er efni í aðra grein að rekja nánar hvers vegna það er mín niðurstaða að lög standi til þess að Icesave innstæðueigendur eigi rétt á lágmarkstryggingu. En að lokum vil ég benda á að ríkisvaldið getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave. Áfram verður innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn og ef menn læra af reynslunni má vonast til þess að næstu áratugi verði ekki áföll í fjármálakerfinu sem lendi á Tryggingarsjóðnum. Eðlilegt er að hækka gjald fjármálafyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostnað ríkissjóðs. Það mun væntanlega hafa í för með sér eitthvað minni ávinning sparifjáreigenda en hófleg innheimta á ekki að leiða til vandræða, sérstaklega ef sparifé er að minnsta kosti jafnöruggt hér á landi og erlendis. Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæðum verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslenskir sparifjáreigendur mun þá leita til útlanda í öryggið. Það verður dýrt fyrir landsmenn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson skrifar um Icesave. Sigurður Líndal skrifar í Fréttablaðið og fer fram á að ég rökstyðji fullyrðingu mína í Morgunblaðinu að íslensk stjórnvöld hafi fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingu innstæðnanna á Icesave reikningunum. Það er mér ljúft að gera. Fyrst er að nefna samkomulag milli hollenskra og íslenskra stjórnvalda frá 13. október 2008. Það kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarki 20.887 evrur, segir í fréttatilkynningu. Næst er samkomulag við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Það felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Fram kemur í fréttatilkynningu sama dag um málið að kostnaður, umfram það sem eignir bankanna hrökkvi til, muni falla á ríkissjóð. Í báðum tilvikum eru um formlegar og bindandi yfirlýsingar að ræða fyrir framkvæmdavaldið. Þar með tel ég mig hafa fært rök fyrir fullyrðingu minni. En Sigurður fer fram á að ég tilgreini yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda sem skuldbinda íslenska ríkið fyrir Icesave innstæðunum. Það fullyrti ég ekki , heldur að stjórnvöld hefðu fyrir löngu viðurkennt ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Það er annað mál hvort þær viðurkenningar skuldbinda ríkið. Eins og Sigurður nefnir getur þurft að koma til samþykkis Alþingis til þess að gjörðir ráðherra öðlist gildi og bindi ríkið. En það er þó ekki einhlítt. Fjármálaráðherra undirritar kjarasamninga og við það öðlast þeir gildi. Ef Alþingi veitir ekki nægu fé til þess að standa við samningana halda þeir engu að síður gildi sínu. Launþegarnir geta væntanlega leitað til dómstóla og fengið dæmd vangreidd laun með þeim rökum að undirritun ráðherra skuldbindur ríkið. Áratugalangur samningur milli ríkis og Reykjavíkurborgar um tugmilljarða króna útgjöld úr ríkissjóði til þess að reisa og reka Tónlistarhús var aðeins undirritaður af tveimur ráðherrum fyrir hönd ríkisins en kom ekki fyrir Alþingi. En rétt er samt að svara Sigurði og benda á það sem skuldbindur ríkið í þessu máli. Samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008 felur ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grundvelli fyrirliggjandi viljayfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar. Þar með staðfestir Alþingi áðurnefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesave innstæðunum og gerir þær að sínum. Þar með tel ég að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður. Icesave innstæðueigandi sem ekki fengi lágmarkstryggingu greidda gæti höfðað mál fyrir íslenskum dómstól og fengið sér hana dæmda. Það er hins vegar skoðun mín að íslensk lög séu alveg skýr í þessum efnum. Innstæðueigendur eiga að fá lágmarkstrygginguna greidda hvað sem á dynur. Í 10. grein laga um innstæðutryggingar eru fortakslaus fyrirmæli til sjóðsins að bæta lágmarkið að fullu. Lögin veita enga undanþágu frá þessari tryggingu, hvorki á grundvelli fjárskorts né almennra erfiðleika fjármálafyrirtækja. Eigi Tryggingarsjóðurinn ekki fyrir kröfunni þá er honum heimilt að taka lán og dugi það ekki til þá verður sá sem gaf lagatrygginguna, það er ríkið sjálft, að hlaupa undir bagga. Það hefur ábyrgð í för með sér að setja lög. Lög skuldbinda ríkisvaldið. Yfirlýsingar um réttindi til handa einstaklingum gilda meðan lögin eru í gildi. Það er dapurlegur málflutningur að halda því fram að þegar á reyni þá eigi lagaákvæðin ekki við og þetta og hitt eigi að valda því að ekkert er að marka gildandi lög, nema fyrir suma, sums staðar. Það er efni í aðra grein að rekja nánar hvers vegna það er mín niðurstaða að lög standi til þess að Icesave innstæðueigendur eigi rétt á lágmarkstryggingu. En að lokum vil ég benda á að ríkisvaldið getur innheimt þann kostnað sem á það fellur vegna Icesave. Áfram verður innheimt gjald í Tryggingarsjóðinn og ef menn læra af reynslunni má vonast til þess að næstu áratugi verði ekki áföll í fjármálakerfinu sem lendi á Tryggingarsjóðnum. Eðlilegt er að hækka gjald fjármálafyrirtækjanna og á löngum tíma er hægt að innheimta útlagðan kostnað ríkissjóðs. Það mun væntanlega hafa í för með sér eitthvað minni ávinning sparifjáreigenda en hófleg innheimta á ekki að leiða til vandræða, sérstaklega ef sparifé er að minnsta kosti jafnöruggt hér á landi og erlendis. Ef það verður ofan á að neita ábyrgð á innstæðum verða áhrifin miklu alvarlegri en ætla má í fljótu bragði. Íslenskir sparifjáreigendur mun þá leita til útlanda í öryggið. Það verður dýrt fyrir landsmenn. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar