Lífið

Russell og Ridley vilja gera annan Hróa hött

Crowe er tilbúinn til að leika í framhaldsmynd um Hróa hött.
Crowe er tilbúinn til að leika í framhaldsmynd um Hróa hött.

Leikarinn Russell Crowe er alveg til í að leika í framhaldsmynd um Hróa hött.

„Við erum ekki með neitt handrit tilbúið enn þá. Ef fólk hefur gaman af þessari mynd og kvikmyndaverið hefur áhuga þá erum við Ridley [Scott leikstjóri] alveg til í að gera aðra svona mynd. Á tímum þegar allt er gert með tölvubrellum og með hjálp hasarmyndahetja þá er ég meira en lítið til í það," sagði Crowe, sem er einn af framleiðendum Robin Hood.

Myndin verður frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn. Auk Crowe leika helstu hlutverk í myndinni Cate Blanchett, Max Von Sydow og William Hurt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.