Bankar þjóni almenningi, ekki spákaupmönnum Orri Vigfússon skrifar 10. febrúar 2010 06:00 Þegar Paul A. Volcker skrifar grein um banka eða endurskipulagningu á fjármálakerfinu leggur heimurinn við hlustir. Volcker er fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve) og núverandi formaður ráðgjafarnefndar Obama forseta um endurreisn hagkerfisins. Síðustu daga hafa erlendir fjölmiðlar skrifað mikið um hugmyndir Volckers og sjálfur mætti hann til Washington DC til að skýra mál sitt ítarlega fyrir þingheimi. Í stuttu máli leggur Volcker til að bankar sinni fyrst og fremst hefðbundnum þörfum viðskiptavina sinna en fjárfesti ekki í vogunarsjóðum og fjárfestingarsjóðum fyrir óskráð fyrirtæki (private equity funds). Jafnframt vill hann takmarka svigrúm banka til að stunda spákaupmennsku fyrir eigin reikning (proprietary trading). Volcker telur að þessi starfsemi henti ekki bönkum heldur eigi heima í öðrum geirum fjármálamarkaðarins. Auk þess bendir hann á að bankar sem eigi að sinna almenningi og hafi til þess öryggisnet frá hinu opinbera eigi ekki að misnota þetta öryggisnet með áhættusamri starfsemi sem er ótengd hefðbundinni bankastarfsemi. Eftir sem áður segir Volcker að þó svo banna eigi bönkum að stunda ákveðna fjármálastarfsemi þá sé ekki þar með sagt að slík starfsemi eigi ekki fullan rétt á sér. Til dæmis eru fjárfestingarsjóðir fyrir óskráð hlutafélög mikilvægir fyrir nýsköpun og spákaupmennska getur lagt grunn að mörkuðum sem gera fyrirtækjum kleift að verjast áhættu. Einkaaðilar geta því stundað þessa starfsemi án þess að njóta öryggisnets frá hinu opinbera. Volcker leggur til að Bandaríkin vinni með öðrum þjóðum að því að ná breiðri sátt um veigamiklar formbreytingar á fjármálamörkuðum. Hann telur að alþjóðastofnanir og margar ríkisstjórnir vilji vinna að samhæfingu reglna og skilgreiningu á starfsvettvangi viðskiptabanka til að regluverkið veiti bönkum svigrúm til að þjóna viðskiptavinum en verndi skattgreiðendur gegn því að bera ábyrgð á ótengdri áhættustarfsemi. Þegar endurreisn efnahagskerfis okkar stendur fyrir dyrum væri við hæfi að taka undir hugmyndir Volckers til að endurbæta umgjörð fjármálamarkaðarins. Volcker hefur víða sýn yfir fjármálamarkaði heimsins og hefur leitt til lausnar mörg flókin mál sem snerta heimsbyggðina. Nægir að nefna eyðingu verðbólgunnar í Bandaríkjunum á fyrri hluta níunda áratugarins, lausn á ráðstöfun svissneskra bankareikninga sem stofnaðir voru af fórnarlömbum helfararinnar, rannsókn á framfylgni olíu-fyrir-peninga áætlunarinnar í Írak og álitshnekki Alþjóðabankans. Meira að segja þekkir hann vel til á Íslandi. Daglega eru bankar á Íslandi að leggja huglægt og pólitískt mat á sölu eigna, velja og hafna, og vaxandi fjöldi landsmanna verður æ óánægðari. Vilhjálmur Bjarnason lektor hefur bent á veikleika íslenska fjármálamarkaðarins sem hefur ekki lengur trúnað almennings. Við það vil ég bæta skorti á minnihlutavernd í félögum, hættu á innherjaviðskiptum og markaðsmisnotkun. Almenningur treystir hvorki kerfinu, fólkinu sem vann við það né endurskoðendafyrirtækjunum, sennilega aldrei framar. Spurningin er hvort okkar fámenna þjóðfélag komist nokkurn tíma yfir slíka þröskulda. Volcker leggur til að Bandaríkin setji á stofn eins konar staðfestingarstjórnvald (resolution authority) sem gæti blandað sér inn í viðskiptaferli. Kannski þurfum við einmitt slíka valdastofnun í okkar litla þjóðfélagi. Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna og stjórnarmaður í Almenningi ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Paul A. Volcker skrifar grein um banka eða endurskipulagningu á fjármálakerfinu leggur heimurinn við hlustir. Volcker er fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve) og núverandi formaður ráðgjafarnefndar Obama forseta um endurreisn hagkerfisins. Síðustu daga hafa erlendir fjölmiðlar skrifað mikið um hugmyndir Volckers og sjálfur mætti hann til Washington DC til að skýra mál sitt ítarlega fyrir þingheimi. Í stuttu máli leggur Volcker til að bankar sinni fyrst og fremst hefðbundnum þörfum viðskiptavina sinna en fjárfesti ekki í vogunarsjóðum og fjárfestingarsjóðum fyrir óskráð fyrirtæki (private equity funds). Jafnframt vill hann takmarka svigrúm banka til að stunda spákaupmennsku fyrir eigin reikning (proprietary trading). Volcker telur að þessi starfsemi henti ekki bönkum heldur eigi heima í öðrum geirum fjármálamarkaðarins. Auk þess bendir hann á að bankar sem eigi að sinna almenningi og hafi til þess öryggisnet frá hinu opinbera eigi ekki að misnota þetta öryggisnet með áhættusamri starfsemi sem er ótengd hefðbundinni bankastarfsemi. Eftir sem áður segir Volcker að þó svo banna eigi bönkum að stunda ákveðna fjármálastarfsemi þá sé ekki þar með sagt að slík starfsemi eigi ekki fullan rétt á sér. Til dæmis eru fjárfestingarsjóðir fyrir óskráð hlutafélög mikilvægir fyrir nýsköpun og spákaupmennska getur lagt grunn að mörkuðum sem gera fyrirtækjum kleift að verjast áhættu. Einkaaðilar geta því stundað þessa starfsemi án þess að njóta öryggisnets frá hinu opinbera. Volcker leggur til að Bandaríkin vinni með öðrum þjóðum að því að ná breiðri sátt um veigamiklar formbreytingar á fjármálamörkuðum. Hann telur að alþjóðastofnanir og margar ríkisstjórnir vilji vinna að samhæfingu reglna og skilgreiningu á starfsvettvangi viðskiptabanka til að regluverkið veiti bönkum svigrúm til að þjóna viðskiptavinum en verndi skattgreiðendur gegn því að bera ábyrgð á ótengdri áhættustarfsemi. Þegar endurreisn efnahagskerfis okkar stendur fyrir dyrum væri við hæfi að taka undir hugmyndir Volckers til að endurbæta umgjörð fjármálamarkaðarins. Volcker hefur víða sýn yfir fjármálamarkaði heimsins og hefur leitt til lausnar mörg flókin mál sem snerta heimsbyggðina. Nægir að nefna eyðingu verðbólgunnar í Bandaríkjunum á fyrri hluta níunda áratugarins, lausn á ráðstöfun svissneskra bankareikninga sem stofnaðir voru af fórnarlömbum helfararinnar, rannsókn á framfylgni olíu-fyrir-peninga áætlunarinnar í Írak og álitshnekki Alþjóðabankans. Meira að segja þekkir hann vel til á Íslandi. Daglega eru bankar á Íslandi að leggja huglægt og pólitískt mat á sölu eigna, velja og hafna, og vaxandi fjöldi landsmanna verður æ óánægðari. Vilhjálmur Bjarnason lektor hefur bent á veikleika íslenska fjármálamarkaðarins sem hefur ekki lengur trúnað almennings. Við það vil ég bæta skorti á minnihlutavernd í félögum, hættu á innherjaviðskiptum og markaðsmisnotkun. Almenningur treystir hvorki kerfinu, fólkinu sem vann við það né endurskoðendafyrirtækjunum, sennilega aldrei framar. Spurningin er hvort okkar fámenna þjóðfélag komist nokkurn tíma yfir slíka þröskulda. Volcker leggur til að Bandaríkin setji á stofn eins konar staðfestingarstjórnvald (resolution authority) sem gæti blandað sér inn í viðskiptaferli. Kannski þurfum við einmitt slíka valdastofnun í okkar litla þjóðfélagi. Höfundur er formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna og stjórnarmaður í Almenningi ehf.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun