Erlent

Búist við árás á Lundúni á Ólympíuleikunum

Óli Tynes skrifar
Breska þingið í Lundúnum.
Breska þingið í Lundúnum.

Bresk stjórnvöld segja mikla hættu á að hryðjuverkaárás verði gerð á Lundúni þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar árið 2012.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu ríkisstjórnarinnar um þá ógn sem steðjar að landinu.

Ráðherrarnir viðurkenna einnig vaxandi áhyggjur af því að hryðjuverkamenn komist yfir efnavopn, sýklavopn, geislavopn eða jafnvel kjarnorkusprengjur.

Þeir vara við því að þótt al-Kaida eigi mjög undir högg að sækja í Afganistan sé styrkur samtakanna að vaxa í austurhluta Afríku og Saudi-Arabíu.

Þegar er byrjað að undirbúa varnir vegna Ólympíuleikanna og ef að líkum lætur er einhversstaðar einnig verið að undirbúa árásir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×