Handbolti

Geir: Sjö stig örugg en þetta er spurningin um að ná í áttunda stigið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Sveinsson var fyrirliði landsliðsins í mörg ár.
Geir Sveinsson var fyrirliði landsliðsins í mörg ár. Mynd/Brynjar Gauti
Geir Sveinsson fór yfir möguleika íslenska landsliðsins á EM í Austurríki í viðtali við Guðjón Guðmundson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gamli landsliðsfyrirliðinn velti einnig fyrir sér styrkleikum og veikleikum íslenska liðsins.

„Ég held að við förum upp úr riðlinum með þrjú stig og náum okkur örugglega í fjögur stig til viðbótar í milliriðlinum. Sjö stig eru þá pottþétt og svo er þetta spurningin um þetta áttunda stig sem mun gulltryggja okkur um að komast í umspil um verðlaun," sagði Geir í viðtalinu við Gaupa.

Geir Sveinsson hefur áhyggjur af vinstri vængnum eins og fleiri.

„Vinstri skyttustaðan er tiltölulega veik. Logi er meira eða minna ekkert búinn að spila í átta eða níu mánuði og maður hefur séð að hann hefur verið ragur í síðustu leikjum. Þá spyr maður sig hvar hann eigi að fá spilaæfinguna. Það er erfitt að hoppa beint út í djúpu laugina og ætla að gera það á móti Dönum," segir Geir og bætir við:

„Við erum með Arnór auðvitað en það er mikið álag á Arnóri einum. Þá eru um við komnir með ungu strákana, Ólaf og eitthvað annað. Það er því fyrst hægt að sjá veikleika þarna vinstra megin. Svo kannski smellur það allt saman og verður ekkert vandamál," segir Geir.

Geir telur að reynsla landsliðmannanna eigi eftir að nýtast okkur vel.

„Styrkurinn er að þetta lið er orðið reynslumikið. Liðið er á frábærum aldri, 28 eða 29 ára að meðaltali sem er besti handboltaaldurinn sem hægt er að vera á. Þetta er gríðarlega samæft og gott lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×