Ákæruvaldið vaknar 22. janúar 2010 06:00 Birna Þórðardóttir skrifar um dómsmál Loksins, loksins skal réttlætið ná fram að ganga! Loksins er komin fram ákæra vegna hrunsins – hruns íslenska ríkisins, hruns bankanna, hruns íslenskrar siðferðisvitundar. Glæpagengið er fundið! Ekkert hangs, allt klárt, málatilbúningur, frágangur, uppsetning. Umþóttunar-, endurskoðunar- eða frávísunarréttur þvælist ekki fyrir. Alles klar – sem sagt var. Hinn almenni saksóknari hefur lyft refsivendi sínum og undan honum skal gengið ekki komast. Þras um möguleg fjárhagstengsl flækist ekki fyrir, enda naumast um slíkt að ræða, ekki fremur en tuð um útflutning eða önnur undanskot illa fengins auðs – nei, ekkert þvælir, né þvælist fyrir. Engum loftbólupýramídum til að dreifa, engir milljarðar í frægum farvegum – hvar sem þeir vegir hafa nú verið lagðir, eða hverjir kynnu að hafa lagt þá. Nei, þeim er ofbauð framgangsmáti valdhafanna haustið 2008 skal stefnt. Þau, sem ekki sátu hjá þegar búið var að rýja okkur inn að skinninu bæði hvað æru og eignir varðar, skulu nú dregin fyrir hinn réttláta dómara. Afleiðing hinna mögulegu glæpa skal færð í réttarsali – ekki glæpurinn sjálfur. Í ákæru er beitt sömu lagagrein er nýtt var eftir átökin á Austurvelli 30. mars 1949 þegar þeir Jón Múli Árnason og Stefán Ögmundsson voru sviptir kjörgengi og kosningarétti fyrir andóf gegn innlimun Íslands í stríðsbandalagið Nató. Niðurstaðan ein og söm: Misindismennirnir eru þeir er upp standa og benda á glæpagengið. Sendiboðinn skal höggvinn einu sinni sem oftar. Er Sigurlína, móðir Sölku Völku, gekk í sjóinn um árið, aðfaranótt föstudagsins langa, var aðaláhyggjuefni prófasts hvort hún hefði ekki örugglega átt inni nóg fé hjá Bogensen fyrir útförinni. Þeir eru margir Bogensenarnir, sem hirt hafa fé almennings, í hinni dægilegu umhyggjusemi að leyfa lýðnum að eiga fyrir eigin útför, eða þannig. Kannski er tími til kominn að grafa annarra grafir en sendiboðanna. Höfundur er ferðaskipuleggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Meðvirkni eða ástríðu? Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu. 22. janúar 2010 06:00 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Birna Þórðardóttir skrifar um dómsmál Loksins, loksins skal réttlætið ná fram að ganga! Loksins er komin fram ákæra vegna hrunsins – hruns íslenska ríkisins, hruns bankanna, hruns íslenskrar siðferðisvitundar. Glæpagengið er fundið! Ekkert hangs, allt klárt, málatilbúningur, frágangur, uppsetning. Umþóttunar-, endurskoðunar- eða frávísunarréttur þvælist ekki fyrir. Alles klar – sem sagt var. Hinn almenni saksóknari hefur lyft refsivendi sínum og undan honum skal gengið ekki komast. Þras um möguleg fjárhagstengsl flækist ekki fyrir, enda naumast um slíkt að ræða, ekki fremur en tuð um útflutning eða önnur undanskot illa fengins auðs – nei, ekkert þvælir, né þvælist fyrir. Engum loftbólupýramídum til að dreifa, engir milljarðar í frægum farvegum – hvar sem þeir vegir hafa nú verið lagðir, eða hverjir kynnu að hafa lagt þá. Nei, þeim er ofbauð framgangsmáti valdhafanna haustið 2008 skal stefnt. Þau, sem ekki sátu hjá þegar búið var að rýja okkur inn að skinninu bæði hvað æru og eignir varðar, skulu nú dregin fyrir hinn réttláta dómara. Afleiðing hinna mögulegu glæpa skal færð í réttarsali – ekki glæpurinn sjálfur. Í ákæru er beitt sömu lagagrein er nýtt var eftir átökin á Austurvelli 30. mars 1949 þegar þeir Jón Múli Árnason og Stefán Ögmundsson voru sviptir kjörgengi og kosningarétti fyrir andóf gegn innlimun Íslands í stríðsbandalagið Nató. Niðurstaðan ein og söm: Misindismennirnir eru þeir er upp standa og benda á glæpagengið. Sendiboðinn skal höggvinn einu sinni sem oftar. Er Sigurlína, móðir Sölku Völku, gekk í sjóinn um árið, aðfaranótt föstudagsins langa, var aðaláhyggjuefni prófasts hvort hún hefði ekki örugglega átt inni nóg fé hjá Bogensen fyrir útförinni. Þeir eru margir Bogensenarnir, sem hirt hafa fé almennings, í hinni dægilegu umhyggjusemi að leyfa lýðnum að eiga fyrir eigin útför, eða þannig. Kannski er tími til kominn að grafa annarra grafir en sendiboðanna. Höfundur er ferðaskipuleggjandi.
Meðvirkni eða ástríðu? Ég hef áður viðrað þá kenningu að hlutskipti stuðningsmanna íslensks íþróttalandsliðs sé ekki ósvipað því að eiga alkóhólískan helgarpabba. Oftar en ekki er hann með allt niðrum sig og þegar maður er við það að missa á honum alla trú tekur hann sig á og verður í einu vetfangi besti pabbi í heimi. Alveg þangað til hann hrasar næst. Leikurinn við Serba á þriðjudag rímar vel við þessa kenningu. 22. janúar 2010 06:00
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar