Lífið

Lindsay laug að dómara

Lindsay sagðist ekki vilja ganga með ökklaband því hún þyrfti að mæta í tökur í Texas.
Lindsay sagðist ekki vilja ganga með ökklaband því hún þyrfti að mæta í tökur í Texas.

Leikkonan Lindsay Lohan mætti loks fyrir dómara í gær vegna ýmissa brota og var dæmd til að ganga með ökklaband svo hægt yrði að fylgjast með ferðum hennar og hvort hún haldi sér edrú.

Lohan deildi við dómarann og sagðist ekki vilja ganga með slíkt ökklaband því hún þyrfti að mæta í tökur í Texas næstu dagana. Svo virðist sem stúlkan hafi logið að dómaranum því fjölmiðlar vilja meina að hún þurfi ekki að mæta í neinar töku.

„Lindsay er aðeins með tvö verkefni í gangi og talsmenn beggja framleiðslufyrirtækja þvertóku fyrir það að hún þyrfti að mæta í tökur í Texas. Búið er að taka upp kvikmyndina Machete og tökur á næstu kvikmynd Lindsay fara ekki fram í Texas," var haft eftir heimildarmanni.




Tengdar fréttir

Brjáluð vika Lindsay Lohan - sagan öll

Djamm í Cannes, handtökuskipun og nýr elskhugi. Nei, við erum ekki að skrifa um brjálaða viku bankamannsins Sigurðar Einarssonar heldur leikkonunnar Lindsay Lohan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.