Tollar á landbúnaðarvörur Jóhannes Gunnarsson skrifar 27. september 2010 06:00 Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi. Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 til 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af þeim er afar lítið. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaupsverðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skal hvert aðildarland heimila innflutning á 3-5% af innanlandsneyslu, í þeim tilgangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló og var um tiltölulega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri. Samtök verslunar og þjónustu sendu nýlega erindi til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir þessari breytingu. Samtökin benda á að þessi breyting á tollum auk óhagstæðrar gengisþróunar hafi leitt til þess að innflutningur á grundvelli tollkvóta sé í raun útilokaður. Innfluttar vörur geti einfaldlega ekki keppt við þær innlendu í verði. Innflutt kjöt ber háa tolla en þó er munur á þeim eftir því hvort kjötið kemur frá löndum innan Evrópusambandsins eða utan. Samkvæmt tvíhliða samningi við ESB er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti og 200 tonn af alifuglakjöti án tolla. Rétt eins og með ostana er þessi kvóti boðinn út hér á landi og bætist því við útboðskostnaður. Stjórnvöld koma þannig í veg fyrir að neytendur njóti góðs af milliríkjasamningum sem hafa það markmið að auka viðskipti og lækka vöruverð. Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld endurskoði þá verndarstefnu sem hér hefur verið við lýði með hagsmuni neytenda að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi. Innfluttir ostar bera háa tolla, eða 30%, auk þess sem lagt er 430 til 500 kr. gjald á hvert kíló. Það þarf því ekki að koma á óvart að úrvalið af þeim er afar lítið. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópusambandið er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af ostum frá löndum sambandsins án tolla. Þessi kvóti er hins vegar boðinn út og því bætist útboðskostnaður við innkaupsverðið. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa leið og lagt til að kvótanum verði úthlutað samkvæmt hlutkesti. Samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skal hvert aðildarland heimila innflutning á 3-5% af innanlandsneyslu, í þeim tilgangi að tryggja ákveðinn lágmarksaðgang erlendra landbúnaðarafurða á lægri tollum en ella gilda. Til skamms tíma voru þessir lægri tollar miðaðir við ákveðna krónutölu sem lagðist á hvert kíló og var um tiltölulega lága upphæð að ræða. Með reglugerð landbúnaðarráðherra frá árinu 2009 var tollum á smjöri og ostum breytt úr krónutölu í prósentu og eru tollarnir nú 182%-193% á ostum og 216% á smjöri. Samtök verslunar og þjónustu sendu nýlega erindi til umboðsmanns Alþingis og kvörtuðu yfir þessari breytingu. Samtökin benda á að þessi breyting á tollum auk óhagstæðrar gengisþróunar hafi leitt til þess að innflutningur á grundvelli tollkvóta sé í raun útilokaður. Innfluttar vörur geti einfaldlega ekki keppt við þær innlendu í verði. Innflutt kjöt ber háa tolla en þó er munur á þeim eftir því hvort kjötið kemur frá löndum innan Evrópusambandsins eða utan. Samkvæmt tvíhliða samningi við ESB er heimilt að flytja inn allt að 100 tonn af nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti og 200 tonn af alifuglakjöti án tolla. Rétt eins og með ostana er þessi kvóti boðinn út hér á landi og bætist því við útboðskostnaður. Stjórnvöld koma þannig í veg fyrir að neytendur njóti góðs af milliríkjasamningum sem hafa það markmið að auka viðskipti og lækka vöruverð. Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld endurskoði þá verndarstefnu sem hér hefur verið við lýði með hagsmuni neytenda að leiðarljósi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar