Innlent

Ólafur Ragnar: Kostir evru óljósari en áður

Aðild að evrusamstarfinu tryggir ekki sjálfkrafa efnahagslega farsæld og kostir evrunnar fyrir Íslendinga eru óljósari en áður í kjölfar efnahagshrunsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í samtali við Reuters fréttastofuna í dag.

„Orðræðan fyrir rúmu ári þegar rætt var um að sækja um aðild var á þann veg að alþjóðamarkaðir hefðu þróast á þann veg að erfitt yrði að viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir litla þjóð," segir Ólafur Ragnar.

„En síðan þá höfum við séð hvert evrulandið á eftir öðru lenda í verulegum vandræðum. Nú síðast er það sem hefur verið að gerast á Írlandi. Svo kostirnir við að skipta um gjaldmiðil eru óskýrari núna," segir forsetinn og bætir við: „Evran er því ekki óbrigðul leið að efnahagslegri farsæld, eins og Grikkir og Írar eru nú að upplifa."











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×