Pistill: Eðlilegur munur á viðbrögðum Dana og Breta Friðrik Indriðason skrifar 10. janúar 2010 15:29 Íslendingar sem fylgjast með Icesave umræðunni á erlendum vettvangi taka strax eftir því hve mikill munur er á viðbrögðunum í breskum og dönskum fjölmiðlum. Á meðan umræðan í breskum fjölmiðlum er fremur jákvæð í garð Íslendinga er hún á þveröfugum nótum í þeim dönsku. Það eru ugglaust fleiri en ein og fleiri en tvær skýringar á þessu. Tvennt er þó augljóst þegar kemur að neikvæðum fréttum danskra fjölmiðla. Þær eru að stórum hluta vegna nokkuð hrokafullar framkomu íslensku útrásarvíkingana í Danmörku meðan að bólan blés út og síðan Nyhedsavisen ruglið. Dæmi um hrokann eru ýmis ummæli sem vitna má til þegar Danir fóru að ræða við Íslendingana um grunninn að veldi þeirra í Danmörku þar sem kaup á „þjóðargersemum" á borð við Magasin du Nord og Hotel D´Angleterre báru hæst. Svörin voru á „góðir að græða á daginn og grilla á kvöldin" nótunum og við værum bara með fjármálin meira á hreinu en Danir. Þegar hið sanna kom svo á daginn vorum við einfaldlega fyrirlitin af mörgum málsmetandi Dönum fyrir þessa lygi. Nyhedsavisen er svo annað dæmi sem einkum situr í blaðamönnum sem vinna á dagblöðunum dönsku. Fréttir og umfjöllun þeirra er að stórum hluta grunnurinn að umfjöllun annarra fjölmiðla landsins. Nyhedsavisen kostaði danska prentmiðla mikla peninga, svo mikla að sum blöð römbuðu á barmi gjaldþrots og fjöldi blaðamanna mátti sjá á eftir starfsfélögum sínum yfir á atvinnuleysiskrá vegna samkeppninnar við hið íslenskættaða fríblað. Það sem verra er, prentmiðlar þessir þurfa að glíma áfram við miklar skuldir vegna Nyhedsavisen og því erfiðan rekstur. Ekki er hægt að finna neina samúð með íslenskum málstað á þessum fréttastofum. Hin breska jákvæðni er á töluvert öðrum forsendum en danska neikvæðnin. Í fyrsta lagi er hinn almenni Breti búinn að fá upp í kok af breskum bankamönnum. Þetta hefur glögglega komið í ljós í umræðunni þarlendis undanfarnar vikur. Það er ekki bara Goldman Sachs sem ætlar að borga ofurbónusa fyrir síðasta ár, breskir bankar ætla að gera slíkt hið sama. Bankar sem breskir skattgreiðendur máttu greiða fyrir svo blæddi úr nösunum á síðasta ári svo þeir yrðu ekki gjaldþrota. Þessi mikla andúð bresk almennings á sínum eigin bönkum smitar af sér yfir á Íslendinga því Icesave var jú ekkert annað en gróðabrall íslenskra bankamanna á breska markaðinum. Önnur ástæða fyrir jákvæðni Breta í garð Íslendinga er af pólitískum toga að nokkru leyti. Ísland nýtur þess óbeint að breska ríkisstjórnin með Gordon Brown í broddi fylkingar er óvinsæl. Ákvörðun hans um að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og ákveða svo einhliða að tryggja allar innistæður Breta upp á 50.000 pund á Icesave eru af mörgum talin augljós mistök af hans hálfu. Hinsvegar er Icesave málið það lítið í bresku efnahagssamhengi að það verður seint kosningamál í komandi þingkosningum þarlendis. Síðan eru allir þeir sem eru hrifnir af „krúttunum" á Íslandi og því að þjóðin fær að segja til um bankaskuldir sínar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er nokkuð sem almenningur í flestum öðrum Evrópulöndum á alls ekki kost á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar sem fylgjast með Icesave umræðunni á erlendum vettvangi taka strax eftir því hve mikill munur er á viðbrögðunum í breskum og dönskum fjölmiðlum. Á meðan umræðan í breskum fjölmiðlum er fremur jákvæð í garð Íslendinga er hún á þveröfugum nótum í þeim dönsku. Það eru ugglaust fleiri en ein og fleiri en tvær skýringar á þessu. Tvennt er þó augljóst þegar kemur að neikvæðum fréttum danskra fjölmiðla. Þær eru að stórum hluta vegna nokkuð hrokafullar framkomu íslensku útrásarvíkingana í Danmörku meðan að bólan blés út og síðan Nyhedsavisen ruglið. Dæmi um hrokann eru ýmis ummæli sem vitna má til þegar Danir fóru að ræða við Íslendingana um grunninn að veldi þeirra í Danmörku þar sem kaup á „þjóðargersemum" á borð við Magasin du Nord og Hotel D´Angleterre báru hæst. Svörin voru á „góðir að græða á daginn og grilla á kvöldin" nótunum og við værum bara með fjármálin meira á hreinu en Danir. Þegar hið sanna kom svo á daginn vorum við einfaldlega fyrirlitin af mörgum málsmetandi Dönum fyrir þessa lygi. Nyhedsavisen er svo annað dæmi sem einkum situr í blaðamönnum sem vinna á dagblöðunum dönsku. Fréttir og umfjöllun þeirra er að stórum hluta grunnurinn að umfjöllun annarra fjölmiðla landsins. Nyhedsavisen kostaði danska prentmiðla mikla peninga, svo mikla að sum blöð römbuðu á barmi gjaldþrots og fjöldi blaðamanna mátti sjá á eftir starfsfélögum sínum yfir á atvinnuleysiskrá vegna samkeppninnar við hið íslenskættaða fríblað. Það sem verra er, prentmiðlar þessir þurfa að glíma áfram við miklar skuldir vegna Nyhedsavisen og því erfiðan rekstur. Ekki er hægt að finna neina samúð með íslenskum málstað á þessum fréttastofum. Hin breska jákvæðni er á töluvert öðrum forsendum en danska neikvæðnin. Í fyrsta lagi er hinn almenni Breti búinn að fá upp í kok af breskum bankamönnum. Þetta hefur glögglega komið í ljós í umræðunni þarlendis undanfarnar vikur. Það er ekki bara Goldman Sachs sem ætlar að borga ofurbónusa fyrir síðasta ár, breskir bankar ætla að gera slíkt hið sama. Bankar sem breskir skattgreiðendur máttu greiða fyrir svo blæddi úr nösunum á síðasta ári svo þeir yrðu ekki gjaldþrota. Þessi mikla andúð bresk almennings á sínum eigin bönkum smitar af sér yfir á Íslendinga því Icesave var jú ekkert annað en gróðabrall íslenskra bankamanna á breska markaðinum. Önnur ástæða fyrir jákvæðni Breta í garð Íslendinga er af pólitískum toga að nokkru leyti. Ísland nýtur þess óbeint að breska ríkisstjórnin með Gordon Brown í broddi fylkingar er óvinsæl. Ákvörðun hans um að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og ákveða svo einhliða að tryggja allar innistæður Breta upp á 50.000 pund á Icesave eru af mörgum talin augljós mistök af hans hálfu. Hinsvegar er Icesave málið það lítið í bresku efnahagssamhengi að það verður seint kosningamál í komandi þingkosningum þarlendis. Síðan eru allir þeir sem eru hrifnir af „krúttunum" á Íslandi og því að þjóðin fær að segja til um bankaskuldir sínar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er nokkuð sem almenningur í flestum öðrum Evrópulöndum á alls ekki kost á.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar