Fegurð er vanmetið hugtak 9. september 2010 13:00 Magnús Helgason lítur á verk sín sem verksummerki ferlis þar sem náttúran tekur völdin af listamanninum og formar útkomuna eftir sínum reglum. Fréttablaðið/Daníel „Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garðyrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Magnús segir fegurðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð tilviljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístrast kannski eitthvað aftan á verkið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveður hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúrunni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófskennda sköpunarverk náttúrunnar er nefnilega ekkert svo handahófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksummerki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfirdrepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hugleiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnarhúsinu um verkin. Sýningin stendur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garðyrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Magnús segir fegurðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð tilviljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístrast kannski eitthvað aftan á verkið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveður hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúrunni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófskennda sköpunarverk náttúrunnar er nefnilega ekkert svo handahófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksummerki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfirdrepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hugleiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnarhúsinu um verkin. Sýningin stendur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira