Fegurð er vanmetið hugtak 9. september 2010 13:00 Magnús Helgason lítur á verk sín sem verksummerki ferlis þar sem náttúran tekur völdin af listamanninum og formar útkomuna eftir sínum reglum. Fréttablaðið/Daníel „Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garðyrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Magnús segir fegurðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð tilviljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístrast kannski eitthvað aftan á verkið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveður hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúrunni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófskennda sköpunarverk náttúrunnar er nefnilega ekkert svo handahófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksummerki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfirdrepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hugleiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnarhúsinu um verkin. Sýningin stendur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
„Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garðyrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Magnús segir fegurðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð tilviljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístrast kannski eitthvað aftan á verkið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveður hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúrunni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófskennda sköpunarverk náttúrunnar er nefnilega ekkert svo handahófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksummerki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfirdrepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hugleiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnarhúsinu um verkin. Sýningin stendur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira