Fegurð er vanmetið hugtak 9. september 2010 13:00 Magnús Helgason lítur á verk sín sem verksummerki ferlis þar sem náttúran tekur völdin af listamanninum og formar útkomuna eftir sínum reglum. Fréttablaðið/Daníel „Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garðyrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Magnús segir fegurðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð tilviljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístrast kannski eitthvað aftan á verkið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveður hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúrunni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófskennda sköpunarverk náttúrunnar er nefnilega ekkert svo handahófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksummerki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfirdrepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hugleiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnarhúsinu um verkin. Sýningin stendur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garðyrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Magnús segir fegurðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð tilviljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístrast kannski eitthvað aftan á verkið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveður hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúrunni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófskennda sköpunarverk náttúrunnar er nefnilega ekkert svo handahófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksummerki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfirdrepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hugleiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnarhúsinu um verkin. Sýningin stendur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira