Fegurð er vanmetið hugtak 9. september 2010 13:00 Magnús Helgason lítur á verk sín sem verksummerki ferlis þar sem náttúran tekur völdin af listamanninum og formar útkomuna eftir sínum reglum. Fréttablaðið/Daníel „Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garðyrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Magnús segir fegurðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð tilviljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístrast kannski eitthvað aftan á verkið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveður hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúrunni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófskennda sköpunarverk náttúrunnar er nefnilega ekkert svo handahófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksummerki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfirdrepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hugleiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnarhúsinu um verkin. Sýningin stendur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu Sjá meira
„Ég er ekki safnhaugur, ég er ánamaðkur – garðyrkjustörf með málningu,“ er yfirskriftin á sýningu Magnúsar Helgasonar myndlistarmanns, sem verður opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Magnús segir fegurðina vera sér hugleikna og finnst hún of sjaldan metin að verðleikum. Myndir sem gleðja augað og hitta áhorfandann í hjartastað eru Magnúsi Helgasyni myndlistarmanni að skapi. Verk hans mótast af röð tilviljana og eru færð í stílinn til að ná fram réttu yfirbragði. „Eitt af því sem ég hef komist að í gegnum tíðina er að þegar ég mála ómeðvitað verður útkoman yfirleitt betri,“ segir Magnús. „Það klístrast kannski eitthvað aftan á verkið eða slettist á það og það verður oft besta útkoman – það sem gerist óvart eða fyrir slysni.“ Magnús segist nálgast verk sín eins og hann ímyndar sér að garðyrkjumaður nálgist starf sitt. „Garðyrkjumaðurinn ákveður hvernig blómagarðurinn á að vera, hvaða blóm eiga að vera hvar, en hann skapar ekki blómin sjálf – náttúran sér um það. Þannig lít ég á verkin mín; ég ákveð kannski hvaða liti ég nota en leyfi náttúrunni að taka völdin, forma verkið, ráða útkomunni. Að því leyti má segja að þetta séu hreinræktaðar náttúrulífsmyndir – hið handahófskennda sköpunarverk náttúrunnar er nefnilega ekkert svo handahófskennt.“ Magnús kveðst renna blint í sjóinn þegar hann byrjar á verki og kallar myndir sínar verksummerki. „Ég mála eitthvað, skrapa það, mála yfir og þar fram eftir götunum. Verkið er það sem eftir stendur af því ferli; verksummerki eftir mig og efnin sem ég nota.“ Magnús hefur oft málað verk með samfélagslegri skírskotun, til dæmis á sýningunni Yfirdráp í Saltfélaginu 2008, sem beindi sjónum sínum að ofgnótt, yfirdrepsskap og fleiri táknum þess tíma. Hann segir minna fara fyrir samfélagsrýninni í verkum sínum núorðið. „Þessi sýning er innhverfari hugleiðing um fegurð, sem mér finnst vera vanmetið hugtak.“ Sunnudaginn 19. september spjallar Magnús við gesti í Hafnarhúsinu um verkin. Sýningin stendur yfir til 24. október. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu Sjá meira