Erlent

Eins og Spánverjar á svelli

Óli Tynes skrifar
Tveir Börsungar taka mynda af sér í snjónum fyrir framan hina frægu kirkju Gaudis La Sagrada Familia.
Tveir Börsungar taka mynda af sér í snjónum fyrir framan hina frægu kirkju Gaudis La Sagrada Familia. Mynd/AP

Íbúar í Barcelóna vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir komu út í morgun. Borgin var alhvít eftir mestu snjókomu í aldarfjórðung.

Þeim fannst kuldinn líka svakalegur. Ekki nema tveggja stiga hiti. Fannfergið var mest í Katalóníuhéraði sem er í norðausturhluta landsins.

Spánverjar eru ýmsu vanari en snjó í sínu fagra landi og það fóru því allar samgöngur úr skorðum hraðar en þeir gátu sagt "Que pasa?„

Margir komust því ekki til vinnu og börn komust ekki í skóla. Börnin hafa líklega verið þeir íbúar Katalóiníu sem best sættu sig við snjóinn, enda flest þeirra að sjá hann í fyrsta skipti.

Hinir fullorðnu voru.....tjah, eins og Spánverjar á svelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×