Ástin eins alls staðar 22. júlí 2010 08:00 Kristín María Stefánsdóttir áhugaljósmyndari opnar sýningu sem er tileinkuð réttindabaráttu samkynhneigðra.fréttablaðið/rósa Kristín María Stefánsdóttir áhugaljósmyndari opnar ljósmyndasýninguna A rose by another name… á laugardaginn. Sýningin er tileinkuð réttindabaráttu samkynhneigðra og hefur Kristín fest á filmu sambönd samkynhneigðra þar sem mismunandi sögur liggja að baki. „Mér hefur aðallega blöskrað hvernig komið hefur verið fram við samkynhneigða sem sýna ást sína opinberlega en ég á marga vini sem hafa fundið fyrir miklum fordómum frá ókunnugu fólki,“ segir Kristín en tilgangur sýningarinnar er að sýna fólki að ástin er eins alls staðar. „Sem þá geta vinkonur mínar ekki farið út að borða og kysst án þess að þær finni að fólk í kring pískri og glápi,“ segir Kristín María en henni finnst þess konar fordómar vera óviðunandi í íslensku samfélagi í dag sem er þó framar öðrum löndum í réttindum samkynhneigðra. „Ég tók myndir af samböndum og reyndi að fanga á filmu augnablik sem sýna ástina með eðlilegum hætti,“ segir Kristín María en á sýningunni mun sagan á bak við einstaklingana á myndunum fylgja með hverri mynd. „Það er alltaf einhver saga sem fylgir samböndum, hvernig fólk kynntist og svoleiðis. Það gefur myndunum líf og fólk tengist þeim betur.“ Kristín María er ekki lærður ljósmyndari en hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun. „Í sýningunni sameina ég bæði áhugamálin mín, mannréttindi og ljósmyndun,“ segir Kristín að lokum en hún stefnir á nám í ljósmyndun í haust. Sýningin verður opnuð kl. 20 á laugardagskvöldið á skemmtistaðnum Barböru.-áp Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Kristín María Stefánsdóttir áhugaljósmyndari opnar ljósmyndasýninguna A rose by another name… á laugardaginn. Sýningin er tileinkuð réttindabaráttu samkynhneigðra og hefur Kristín fest á filmu sambönd samkynhneigðra þar sem mismunandi sögur liggja að baki. „Mér hefur aðallega blöskrað hvernig komið hefur verið fram við samkynhneigða sem sýna ást sína opinberlega en ég á marga vini sem hafa fundið fyrir miklum fordómum frá ókunnugu fólki,“ segir Kristín en tilgangur sýningarinnar er að sýna fólki að ástin er eins alls staðar. „Sem þá geta vinkonur mínar ekki farið út að borða og kysst án þess að þær finni að fólk í kring pískri og glápi,“ segir Kristín María en henni finnst þess konar fordómar vera óviðunandi í íslensku samfélagi í dag sem er þó framar öðrum löndum í réttindum samkynhneigðra. „Ég tók myndir af samböndum og reyndi að fanga á filmu augnablik sem sýna ástina með eðlilegum hætti,“ segir Kristín María en á sýningunni mun sagan á bak við einstaklingana á myndunum fylgja með hverri mynd. „Það er alltaf einhver saga sem fylgir samböndum, hvernig fólk kynntist og svoleiðis. Það gefur myndunum líf og fólk tengist þeim betur.“ Kristín María er ekki lærður ljósmyndari en hefur alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun. „Í sýningunni sameina ég bæði áhugamálin mín, mannréttindi og ljósmyndun,“ segir Kristín að lokum en hún stefnir á nám í ljósmyndun í haust. Sýningin verður opnuð kl. 20 á laugardagskvöldið á skemmtistaðnum Barböru.-áp
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“